Laxdæla saga

43 Þórður sagðist halda að Auður hefði gert það. Ósvífur vildi ríða eftir Auði. En Þórður vildi það ekki og sagði að Auður hefði ekki gert annað en það sem hún ætti rétt til. Þórður lá lengi í sárum. Bringusárin greru vel en höndin varð ekki jafngóð og áður. Ingunn, móðir Þórðar, hafði búið vestur á Skálmarnesi. En vorið eftir að Þórður var særður flúði hún suður að Laugum til Þórðar undan galdrafólki sem bjó í nágrenni við hana. Þórður fór þá vestur með menn með sér á báti og stefndi galdramönnunum til dóms á Alþingi fyrir þjófnað og galdra. Á heimleiðinni lentu þeir í miklu óveðri og var talið víst að galdrafólkið ætti sök á því. Þórður ætlaði að reyna að ná landi en þá hvolfdi bátnum og drukknuðu allir sem á honum voru. Mikið þótti Guðrúnu um andlát Þórðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=