Laxdæla saga

40 Rifjið upp: 1. Hver var fyrsti eiginmaður Guðrúnar? 2. Hvað fannst Guðrúnu um þennan mann sem ákveðið var að hún giftist? 3. Hvernig voru samskipti þeirra hjóna? 4. Hver aðstoðaði Guðrúnu við að losna úr hjónabandinu? Hvaða ráð gaf hann henni? Til umræðu: • Guðrún er mjög heimtufrek við þennan nýja mann sinn og það kemur niður á sambúð þeirra. Hver kynni að vera skýringin? • Ræðið aðeins um hjúskaparlögin eins og þau voru á tímum Guðrúnar Ósvífursdóttur. Hvað finnst ykkur um þá lagagrein sem Guðrún nýtir sér til að losna við Þorvald? • Takið eftir svari Guðrúnar þegar Þorvaldur slær hana. Í orði kveðnu þakkar hún honum fyrir höggið. Hvað segir þetta um skapferli Guðrúnar? Til athugunar: 1. Rifjið nú upp draum Guðrúnar sem táknaði fyrsta hjónaband hennar. Hvernig var hann?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=