36 9. Draumar Guðrúnar Ósvífursdóttur Vestur á Laugum í Sælingsdal í Dölum bjuggu hjón sem hétu Ósvífur og Þórdís. Þau áttu mörg börn en elst þeirra var stúlka sem hét Guðrún. Hún var falleg og skartgjörn, greind og kunni vel að koma fyrir sig orði. Í Sælingsdal er volg laug, kölluð Sælingsdalslaug. Einu sinni, þegar Guðrún var þrettán eða fjórtán ára gömul, hitti hún við laugina mann sem var þar á ferð og hét Gestur Oddleifsson. Hann bjó í Haga á Barðaströnd. Guðrún vissi að hann var talinn vitur maður og bað hann því að ráða einkennilega drauma sem hana hefði dreymt um veturinn. Guðrún sagði: „Dreymt hefur mig margt í vetur en fjórir eru þeir draumar er mér afla mikillar áhyggju. En enginn maður hefur þá svo ráðið að mér líki. Bið ég þó eigi þess að þeir séu í vil ráðnir.“ Gestur bað hana að segja draumana. Guðrún sagði: „Úti þóttist ég vera stödd við læk nokkurn og hafði ég krókfald á höfði. Mér þótti hann fara mér illa og vildi breyta honum. En margir töluðu um að ég skyldi ekki gera það. En ég hlýddi ekki á það og greip ég af höfði mér faldinn og kastaði honum út í lækinn. Og var þessi draumur eigi lengri.“ Og Guðrún hélt áfram: „Það var upphaf að öðrum draumi að ég þóttist vera stödd hjá vatni einu. Svo þótti mér sem kominn væri silfurhringur á hönd mér og þóttist ég eiga hann. Þótti mér hann vera mikil gersemi og ætlaði ég lengi að eiga. En þegar ég skartgjörn merkir að hún hafði gaman af að bera fallega skartgripi séu í vil ráðnir merkir að Guðrún vill ekki að Gestur hafi hennar óskir í huga við ráðninguna krókfaldur er höfuðfat sem konur báru fyrr á tímum, húfa með krók upp úr
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=