31 Rifjið upp: 1. Hverjir voru synir Höskulds Dala-Kollssonar og hverjar voru mæður þeirra? 2. Hvað nefndi Ólafur nýja bæinn sem hann byggði? 3. Hvers vegna átti Ólafur ekki að erfa Höskuld föður sinn? 4. Hvernig leysti Höskuldur málið með arf Ólafs? 5. Hvað gerði Ólafur til að sættast við Þorleik hálfbróður sinn? 6. Hvaða synir Ólafs og Þorleiks voru jafnaldrar og vinir? Til umræðu: • Jórunn er enn að tala um ambáttarsoninn. Þetta er auðvitað dónaskapur að segja þessa hluti um mann og það einn af höfðingjunum. Hvaða tilfinningar búa hér að baki? • Takið eftir því að Höskuldur nefnir aldrei dætur sínar þegar rætt er um skiptin. Finnst ykkur það sanngjarnt? • Ólafur býður Þorleiki að fóstra son hans. Þetta er sáttaboð, hann vill með þessu bæta fyrir það að hafa reitt Þorleik til reiði. Hvers vegna fer hann þessa leið? • Berið saman lýsingarnar á Kjartani og Bolla. Eru þær svipaðar? Hvað er ólíkt? Til athugunar: 1. Takið vel eftir því sem hér er sagt um Kjartan og Bolla. Vinátta þeirra átti eftir að breytast síðar. 2. Bolli elst upp hjá Ólafi og Þorgerði frá þriggja ára aldri og tekið er fram að þau hafi ekki unnað honum minna en sínum börnum. Hafið þetta í huga þegar líður á söguna. Verkefni: 1. Nú væri snjallt að bæta við ættartréð.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=