Laxdæla saga

29 7. Kjartan og Bolli Vorið eftir að þau Ólafur og Þorgerður giftust tóku þau við búi á Goddastöðum. En skömmu seinna keypti Ólafur jörð sem hafði lagst í eyði vegna draugagangs. Þar var fallegt land og gott til búskapar, miklar laxveiðar og skógur. Ólafur byggði þar nýjan bæ. Svo lét hann reka allt búfé sitt frá Goddastöðum að nýja bænum. Fremst fór sauðfé, svo kýr og naut og síðast hross með klyfjum. Reksturinn náði alla leið á milli bæjanna, svo að fararbroddurinn var kominn á leiðarenda þegar Ólafur reið úr hlaði á Goddastöðum. Höskuldur og Jórunn stóðu úti og horfðu á. Höskuldur bauð hann velkominn og sagðist halda að nafn Ólafs mundi lengi verða munað. Jórunn sagði að nógu ríkur væri ambáttarsonurinn til þess. Ólafur kallaði bæ sinn Hjarðarholt. Þar bjuggu þau Þorgerður góðu búi og var Ólafur manna vinsælastur. Höskuldur átti tvo syni með Jórunni konu sinni, Þorleik og Bárð. Þegar Höskuldur var orðinn gamall veiktist hann og þóttist vita að sóttin mundi leiða sig til bana. Hann kallaði þá til sín syni þeirra Jórunnar og sagðist vilja skipta arfi sínum. Þá voru lög þannig að synir sem voru fæddir í hjónabandi fengu allan arf eftir föður sinn. Þorleikur og Bárður áttu því einir að erfa Höskuld. En hann vildi að þeir leyfðu Ólafi að fá arf eins og þeir, þó að hann væri fæddur utan hjónabands. Bárður tók því vel en Þorleikur aftók að Ólafur fengi arf, sagði að hann væri orðinn nógu auðugur. Þá sagðist Höskuldur að minnsta kosti mega gera það sem leyft væri í lögum, að hann gæfi Ólafi tólf aura. Þorleikur hélt að hann

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=