Laxdæla saga

24 6. Bónorð Ólafs Vorið eftir kom Höskuldur að máli við Ólaf son sinn og sagðist vilja að hann bæði sér konu og tæki við búi fóstra síns á Goddastöðum. Ólafur sagðist lítið hafa hugsað um það og ekki vita hvar væri sú kona sem sér væri happ í að fá. Hann ætlaði sér ekki að kvænast hvaða konu sem væri. Höskuldur mælti: „Maður heitir Egill Skalla-Grímsson. Hann býr á Borg í Borgarfirði. Hann á sér dóttur þá er Þorgerður heitir. Þessarar konu ætla ég að biðja þér til handa, því að hún er besti kvenkostur í öllum Borgarfirði og þó að víðar væri leitað.“ Ólafur svarar: „Þinni forsjá mun ég hlíta hér um. Og er mér að skapi þetta ráð, ef það tekst. En ef þetta mál er upp borið og tekst ekki, þá mun mér illa líka.” Höskuldur segist munu hætta á að bónorðinu verði tekið. Ólafur biður hann ráða. Líður nú til Alþingis. Höskuldur býst að heiman með fjölmenni og er Ólafur sonur hans í för með honum. Þeir koma til Þingvalla og tjalda búð sína. Egill Skalla-Grímsson var á þingi. Allir sem sáu Ólaf höfðu á orði að hann væri fríður og fyrirmannlegur. Hann var líka vel búinn að vopnum og klæðum. Dag einn gengu þeir feðgar, Höskuldur og Ólafur, frá búð sinni til fundar við Egil. Hann fagnar þeim vel, því að þeir Höskuldur voru vel málkunnugir. Höskuldur vekur nú bónorð fyrir hönd Ólafs og biður Þorgerðar. Hún var þar á þinginu. Egill tók þessu máli vel, kvaðst hafa góða frétt af þeim feðgum. ráð merkir hér gifting tjalda búð sína: Búðirnar voru bráðabirgðahúsnæði sem goðarnir komu sér upp á þingstaðnum og dvöldu í meðan þingið stóð yfir. Þetta mun hafa verið tóft hlaðin úr torfi og grjóti og svo tjaldað yfir hana meðan á þingtímanum stóð fyrirmannlegur merkir glæsilegur, höfðinglegur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=