23 Rifjið upp: 1. Hver var konungur í Noregi þegar Ólafur kom þangað? 2. Hvernig var Ólafi og hans mönnum tekið þegar þeir komu að strönd Írlands og hvernig brugðust þeir við? 3. Hvað gerðist svo þegar konungur Íra, Mýrkjartan, kom og blandaði sér í málið? 4. Hvernig var Ólafur skyldur Mýrkjartani? 5. Hvaða tilboð gerði Mýrkjartan Ólafi og hvernig brást Ólafur við? 6. Hvaða gjafir gaf Mýrkjartan Ólafi að skilnaði? Til umræðu: • Í kaflanum kemur fram að samkvæmt lögum mátti gera eigur farmanna upptækar ef ekki var túlkur með þeim í för. Hvað finnst ykkur um þetta lagaákvæði? • Hvað finnst ykkur um þá ákvörðun Ólafs að neita að taka við konungdómi í Írlandi? Var þetta skynsamlegt af honum? • Hvaða borg er Dyflinni? Rifjið upp fleiri íslensk heiti á erlendum stórborgum. Verkefni: 1. Teiknið/smíðið vopn Ólafs skv. lýsingum í kaflanum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=