20 bað skipverja sína taka upp vopn og fylkja liði á skipinu. Stóðu þeir svo þétt að skipið var allt skarað skjöldum, og stóð spjótsoddur út með hverjum skildi. Ólafur gekk fram í stafninn. Hann var í brynju og hafði gullroðinn hjálm á höfði. Hann var gyrtur sverði, hafði krókaspjót í annarri hendi en rauðan skjöld í hinni og var málað ljón úr gulli á skjöldinn. Nú þykjast Írar sjá að skipið sé ekki eins auðvelt herfang og þeir höfðu haldið. Þeir hverfa frá og gera konungi sínum orð, því að hann var á ferðalagi ekki langt undan. Konungur reið þegar til skipsins með flokk sinn. Skipverjar Ólafs sjá nú mikið riddaralið ríða í átt til sín og þagna við, því að þeim sýnist að nú verði mikill liðsmunur. En Ólafur bað þá herða hugina, „því að nú er gott efni í voru máli, heilsa þeir Írar nú Mýrkjartani, konungi sínum.“ Konungur ríður nær skipinu, svo að þeir geta talast við. Konungur spyr hver stýri skipinu. Ólafur segir nafn sitt og spyr hver sé hinn vasklegi riddari sem hann eigi tal við. „Ég heiti Mýrkjartan,“ segir konungur. „Hvort ertu konungur Íra?“ spyr Ólafur. Hann sagði það vera. Þá spurði konungur hvaðan þeir kæmu og hverra manna þeir væru. Ólafur segir: „Vér ýttum af Noregi en þetta eru hirðmenn Haralds konungs Gunnhildarsonar sem hér eru innan borðs. En það er frá ætt minni að segja að faðir minn býr á Íslandi og heitir Höskuldur. En móðurætt mína vænti ég að þér þekkið betur en ég, því að Melkorka heitir móðir mín og er mér sagt að hún sé dóttir þín, konungur.“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=