19 5. Írlandsför Þegar þetta gerðist var Haraldur gráfeldur konungur í Noregi. Ólafur og Örn fóru til hans og voru við hirð hans um veturinn. Vorið eftir vildi Ólafur halda áfram ferð sinni til Írlands. En Örn var tregur til að fara með honum og sagðist ekki vita um neitt skip sem gengi þangað um sumarið. Gunnhildur drottning, móðir Haralds konungs, heyrði á tal þeirra og fékk þeim skip til fararinnar. Í hafi fengu þeir lítinn byr og miklar þokur og vissu ekki hvar þeir sigldu. Loks komu þeir að landi að nóttu til og þegar birti morguninn eftir þóttust þeir sjá að þeir væru við Írland. Örn sagðist halda að þeir væru langt frá höfnum eða kaupstöðum þar sem útlendir kaupmenn mættu koma að landi. Ef Írar kæmu að þeim þar sem þeir væru mundu þeir hirða skipið og allt sem í því væri. Ólafur svaraði að hann skyldi ekki hafa áhyggjur af því. Litlu síðar kemur að þeim mannfjöldi ofan af landi. Tveir menn reru báti út til skipsins og spyrja á írsku hverjir þeir séu. Ólafur svaraði þeim á írsku. Írar sögðu þeim að ganga af skipinu og skilja allt fé sitt eftir. Enginn mundi þá gera þeim mein þangað til konungur dæmdi í máli þeirra. Ólafur svaraði að það væru lög að útlendingar ættu að láta lausar eigur sínar ef enginn túlkur væri með þeim. „En ég kann yður með sönnu að segja að þetta eru friðmenn og þó munum vér eigi upp gefast að óreyndu.“ Írar æpa þá heróp og vaða út í sjóinn að skipinu. Vatnið var ekki dýpra en svo að það tók þeim upp undir hendur. Ólafur Haraldur gráfeldur var konungur í Noregi frá 959 til 974 eða þar um bil
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=