Laxdæla saga

17 Ólafur fór að hitta Þorbjörn og bað hann að lána sér vaðmál. Þorbjörn sagðist skyldu gera það ef hann fengi Melkorku fyrir konu. Ólafur sagði að það skyldi þá verða en bað Þorbjörn að segja ekki frá ráðagerð þeirra. Höskuldur bjóst til Alþingis og bað Ólaf að ríða þangað með sér. En Ólafur sagðist ekki mega vera að því, hann þyrfti að láta hlaða gerði handa lömbum við Laxá. Höskuldi líkaði það vel að Ólafur vildi hirða um búið, og varð hann eftir heima. Eftir að Höskuldur var farinn var haldið brúðkaup Melkorku og Þorbjarnar skrjúps og Ólafur fékk nægilegt vaðmál til að hafa með sér úr landi. Ólafur vissi um skip sem lá norður á Borðeyri við Hrútafjörð. Því stýrði norskur maður sem hét Örn. Ólafur reið þangað eftir brúðkaupið og samdi við Örn um að fá far með honum til Noregs. Svo reið hann suður að Melkorkustöðum aftur og kvaddi móður sína. Hún fékk honum gullhring og sagði: „Þennan grip gaf faðir minn mér að tannfé og vænti ég að hann þekki hann ef hann sér hann.“ Hún fékk honum líka hníf og belti og bað hann að fá fóstru sinni á Írlandi þessa gripi, sagði að hún mundi tannfé er gjöf sem barn fær í tilefni af því að það tekur fyrstu tönnina

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=