Laxdæla saga

15 Kvöld eitt var Jórunn að hátta og togaði Melkorka af henni sokkana og lagði þá á gólfið. Jórunn tók þá sokkana og sló þeim um höfuð henni. Melkorka reiddist við og setti hnefann á nasir Jórunnar svo að blæddi úr. Höskuldur kom þá að og skildi þær. Eftir það lét hann Melkorku fara burt með Ólaf og fékk henni bústað uppi í Laxárdal. Þar byggði hún bæ og kallaði Melkorkustaði en Höskuldur fékk henni allt sem hún þurfti að hafa til búsins. Rifjið upp: 1. Höskuldur eignaðist son með ambáttinni. Hvert var nafn hans? 2. Hvað hét ambáttin og hverra manna var hún? 3. Höskuldur lét ambáttina flytja burtu. Hvers vegna? 4. Hvert flutti ambáttin? Til umræðu: • Jórunn á erfitt með að sætta sig við ambáttina sem Höskuldur kom með heim frá Noregi. Ræðið þetta. Er afstaða hennar ef til vill skiljanleg? • Skyndilega kemur í ljós hverrar ættar ambáttin er. Hverju breytir það? Hvað táknaði það fyrir Höskuld, og ekki síður Ólaf son hans, að Melkorka skyldi vera af svo göfugri ætt? • Hvað segja slagsmálin milli Jórunnar og Melkorku um skaplyndi ambáttarinnar? Verkefni: 1. Bætið á ættartréð. Hverjir hafa nú bæst við?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=