117 Rifjið upp: 1. Hvernig var hjónaband Guðrúnar og Þorkels Eyjólfssonar? 2. Bolli Bollason bað sér konu og gekk að eiga hana. Hvað hét hún og hverra manna var hún? 3. Þorkel dreymdi draum sem hann bað konu sína að ráða. Hvernig var draumurinn og hvernig réði Guðrún hann? 4. Þorkell fór til Noregs að sækja sér við í kirkju. Hann lenti þá í deilum við Ólaf konung Haraldsson og konungur spáði heldur illa fyrir honum. Um hvað deildu þeir og hverju spáði konungurinn? 5. Hver urðu endalok Þorkels Eyjólfssonar? 6. Hver var sonur Guðrúnar og Þorkels? 7. Hvernig eyddi Guðrún Ósvífursdóttir ellinni? Til umræðu: • Hér er sagt frá draumi og tveimur spádómum sem koma svo fram. Auk þess sér Guðrún sýn, framliðna menn, sjóblauta. Þeir voru þá allir drukknaðir. Ræðið nú um söguna út frá þessu sjónarhorni. Hvað koma oft fyrir spádómar sem rætast, draumar sem koma fram og aðrir yfirnáttúrulegir hlutir? Finnst ykkur að þetta geri söguna ótrúverðuga?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=