116 Daginn eftir, á föstudaginn langa, sendi Guðrún menn inn eftir Snæfellsnesi að forvitnast um ferðir þeirra Þorkels. Þeir sáu þá að viður var rekinn um allar strandir. Á laugardaginn fréttist síðan til Helgafells hvað hefði orðið um þá félaga. Guðrúnu þótti mikið fráfall Þorkels en bar sig þó skörulega. Þau Guðrún og Þorkell áttu fjórtán vetra son sem Gellir hét. Hann tók við búi eftir föður sinn á Helgafelli. En Guðrún gerðist trúkona mikil og var löngum í kirkju. Sagt er að hún hafi verið fyrst nunna og einsetukona á Íslandi.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=