Laxdæla saga
Laxdæla saga ISBN: 978-9979-0-2187-2 Gunnar Karlsson stytti og endursagði. Kom fyrst út hjá Námsgagnastofnun 1995 Ragnar Ingi Aðalsteinsson vann orðskýringar og verkefni við þessa útgáfu © 2017 Gunnar Karlsson © 2017 Ragnar Ingi Aðalsteinsson © 2017 Teikningar Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson Forsíðumyndin er fengin hjá Árnastofnun Kort innan á kápusíðu er unnið af Landmælingum Íslands Ritstjóri: Sigríður Wöhler Fagleg ráðgjöf og yfirlestur: Magdalena Berglind Björnsdóttir grunnskólakennari, Ýr Þórðardóttir grunnskólakennari, Þórður Ingi Guðjónsson ritstjóri Íslenzkra fornrita Málfarslestur: Ingólfur Steinsson Þakkir fyrir veitta aðstoð fá nemendur í 9. B.Þ. í Foldaskóla, veturinn 2016–2017 1. útgáfa 2017 önnur prentun 2019 þriðja prentun 2021 Menntamálastofnun, Kópavogi Hönnun og umbrot: Menntamálastofnun Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. SVANSMERKIÐ Prentgripur 1234 5678 Bók þessa má eigi afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun, eða á annan sambærilegan hátt, að hluta til eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar og útgefanda.
Efnisyfirlit 1. Unnur djúpúðga ............................................................ 5 2. Höskuldur Dala-Kollsson kaupir ambátt .................. 9 3. Melkorka ........................................................................ 13 4. Ólafur pái ....................................................................... 16 5. Írlandsför . ...................................................................... 19 6. Bónorð Ólafs . ................................................................ 24 7. Kjartan og Bolli ............................................................. 29 8. Sverðið Fótbítur . ........................................................... 32 9. Draumar Guðrúnar Ósvífursdóttur ........................... 36 10. Fyrsta hjónaband Guðrúnar ........................................ 39 11. Annað hjónaband Guðrúnar ....................................... 41 12. Guðrún og Kjartan ....................................................... 45 13. Í Noregi .......................................................................... 48 14. Kjartan og Bolli gerast konungsmenn ........................ 52 15. Bolli fer til Íslands ......................................................... 55 16. Bolli og Guðrún ............................................................ 57 17. Kjartan kemur til Íslands ............................................. 60 18. Haustboð á Laugum ..................................................... 64 19. Kjartan og Hrefna ......................................................... 66 20. Gripahvörf ..................................................................... 68 21. För Kjartans að Laugum .............................................. 73 22. Jarðarkaup ...................................................................... 75 23. Kjartan fer vestur í Saurbæ .......................................... 77 24. Mannvíg í Svínadal ....................................................... 81 25. Eftirmál .......................................................................... 85 26. Hefndarhvöt Þorgerðar ................................................ 87 27. Hefndin .......................................................................... 89 28. Guðrún flyst að Helgafelli ............................................ 95 29. Ráðagerð um hefnd ...................................................... 98 30. Skorradalsför ................................................................. 102 31. Bani Helga Harðbeinssonar ......................................... 105 32. Fjórða hjónaband Guðrúnar ....................................... 109 33. Fráfall Þorkels Eyjólfssonar ......................................... 113 34. Þeim var ég verst ........................................................... 118
Í Laxdæla sögu segir frá fólki sem bjó í Laxárdal í Dölum og víðar við Breiðafjörð fyrir um það bil þúsund árum. Hún er ein af Íslendingasögum, skrifuð fyrir 750 árum, og líklega fremur handa fullorðnu fólki en börnum eða unglingum. Þess vegna er hún nokkuð þung að lesa óbreytta. Hér er sagan því mikið stytt og orðalag hennar einfaldað. En margt er alveg óbreytt, þar á meðal flest sem haft er orðrétt eftir fólki í sögunni. Ef þið viljið athuga hvernig þessi gamla saga er óstytt og óbreytt, getið þið fundið hana í öllum útgáfum af Íslendingasögum. Gunnar Karlsson 1995 Sú útgáfa á Laxdælu sem hér lítur dagsins ljós er unnin fyrir efri bekki grunnskólans. Textinn sem Gunnar Karlsson vann, og út kom á bók árið 1995, er notaður óbreyttur en bætt hefur verið við efnisspurningum til að rifja söguþráðinn upp og svo eru sett fram ýmiss konar umræðuefni og verkefni fyrir nemendur. Allt þjónar þetta þeim tilgangi að skýra söguna og gera vinnuna við hana léttari og skemmtilegri. Svör við spurningum er að finna á vef Menntamálastofnunar og þar er einnig umfjöllun um umræðuefnin, ýmsar vangaveltur og skýringar sem eiga að létta kennurum vinnuna. Í textanum eins og Gunnar gekk frá honum eru allmörg orð sem eiga eftir að koma nemendum spánskt fyrir sjónir. Þau orð þarf að læra og skilja. Eitt af meginmarkmiðum útgáfunnar er að auka orðaforða nemenda grunnskólans. Þessi orð eru skýrð neðanmáls. Vonandi verður þessi útgáfa til þess að auðvelda unga fólkinu að njóta þessarar áhrifamiklu sögu. Ragnar Ingi Aðalsteinsson 2017
4
5 1. Unnur djúpúðga Ketill flatnefur hét höfðingi í Noregi þegar Haraldur konungur hárfagri lagði Noreg undir sig. Ketill vildi ekki verða undirmaður Haralds og ákvað að flýja land með fjölskyldu sína. Þá höfðu menn nýlega fundið Ísland. Synir Ketils, Björn og Helgi, vildu flytjast þangað. Þeir sögðu að þar væri hægt að nema land og þyrfti ekki að kaupa það. Þar væri líka mikið um hvalreka, lax í ám og góð fiskveiði í sjó. En Katli leist illa á að flytjast til Íslands og sagði: „Í þá veiðistöð kem ég aldrei á gamals aldri.“ Síðan sigldu synir Ketils til Íslands. Björn settist að á Snæfellsnesi og kallaði bæ sinn Bjarnarhöfn. Helgi nam land á Kjalarnesi og bjó á Esjubergi. En Ketill fluttist til Skotlands og hafði með sér dóttur sína sem hét Unnur og var kölluð Unnur djúpúðga. Þetta gerðist á víkingaöld. Margir norrænir menn sigldu þá til Bretlandseyja og lögðu jafnvel undir sig stór landsvæði. Þorsteinn, sonur Unnar, varð konungur yfir hálfu Skotlandi. En Skotar drápu hann á Katanesi á norðurodda Skotlands. Þá var Ketill líka dáinn og sá Unnur ekki annað ráð vænna en flýja land. Hún lét smíða sér skip á laun í skógi á Katanesi. Þegar það var fullbúið sigldi hún í burtu með börn Þorsteins sonar síns og fleira fólk og stefndi til Íslands. Þá var sagt að aldrei hefði kona komist á burt úr þvílíkum ófriði með jafnmikið fé og föruneyti. Af því má sjá að Unnur hafi verið mikið afbragð annarra kvenna. Skipið kom að Suðurlandi, að sandinum vestan við Ölfusárós. Þar brotnaði það í spón en allt fólk bjargaðist. Þá lagði Unnur af djúpúðga merkir hin vitra víkingaöld er tímabil í sögu Norður-Evrópu sem nær frá árinu 793 til 1066
6 stað með liði sínu, tuttugu manns, að hitta Helga bróður sinn á Esjubergi. Hann bauð henni til sín með helminginn af fólkinu. En Unnur reiddist því og sagðist ekki hafa vitað að hann væri slíkt lítilmenni. Þá fór hún vestur í Bjarnarhöfn að finna Björn bróður sinn. Hann kom á móti henni og bauð henni til sín með alla sína menn. Þar var Unnur fyrsta veturinn á Íslandi. Vorið eftir fór Unnur vestur í Dali og nam þar land. Hún byggði sjálf bæ í Hvammi en gaf förunautum sínum land víða um Dali. Einn þeirra hét Kollur. Honum gifti Unnur Þorgerði dóttur Þorsteins sonar síns og gaf þeim allan Laxárdal. Kollur var síðan kallaður Dala-Kollur. Ólafur feilan hét yngsti sonur Þorsteins. Hann bjó í Hvammi hjá Unni. Þegar hún gerðist ellimóð kallaði hún Ólaf til sín og sagði að nú væri kominn tími til að hann eignaðist konu. Síðan var fundin kona handa Ólafi og haldin brúðkaupsveisla í Hvammi. Þegar allir voru sestir að brúðkaupsveislu tilkynnti Unnur að hún gæfi Ólafi bæ sinn með öllu sem honum fylgdi. Svo stóð hún upp og sagðist ætla að fara að sofa en bað fólk að skemmta sér sem best. Sagt er að Unnur hafi verið bæði há og þrekleg. Hún gekk hratt út eftir skálanum og höfðu menn orð á að hún væri enn virðuleg. Svo sátu menn lengi að drykkju og skemmtu sér vel. Unnur var vön að fara ekki á fætur fyrr en um miðjan dag og bannaði að láta vekja sig. Daginn eftir svaf hún þó svo lengi að Ólafur feilan gat ekki stillt sig um að vitja um ömmu sína. Þá sat hún uppi við kodda og var dáin. Þá slógu menn saman förunautar eru ferðafélagar feilan merkir ylfingur, úlfshvolpur ellimóð merkir gömul og lasburða af elli
7 brúðkaupsveislunni og erfisdrykkju Unnar og skemmtu sér í nokkra daga. Síðasta dag veislunnar var Unnur jörðuð. Menn tóku skip og lögðu það í haug úr mold. Svo var lík Unnar lagt í skipið, og mikið fé með henni, og haugnum lokað. Ólafur feilan tók svo við búi í Hvammi og bjó þar til elli. Rifjið upp: 1. Hvers vegna flúði Ketill flatnefur frá Noregi? 2. Tveir synir Ketils fluttu til Íslands. Hverjir voru það og hvar settust þeir að? 3. Hver var dóttir Ketils? Rekið sögu hennar í stuttu máli. 4. Unnur djúpúðga var afbragð annarra kvenna. Nefnið nokkur dæmi sem sýna það. 5. Hver tók við búi Unnar djúpúðgu þegar hún lést? Til umræðu: • „Þá höfðu menn nýlega fundið Ísland,“ segir í textanum. Hvenær fannst Ísland og hverjir voru þar að verki? • Hvað segir þessi fyrsti kafli okkur um stöðu kynjanna í samfélagi víkingaaldar? • Í textanum segir: „Einn þeirra hét Kollur. Honum gifti Unnur Þorgerði dóttur Þorsteins sonar síns ...“ Hvernig fóru giftingar fram á víkingaöld? Hvað var það sem réði því hver giftist hverjum? • Unnur var lögð í haug eftir að hún dó. Hvers konar greftrunarvenju er hér um að ræða?
8 Verkefni: 1. Skoðið kort af Evrópu; finnið Noreg og Skotland. Skoðið því næst kort af Íslandi; finnið Ölfusárós, Esjuberg, Bjarnarhöfn og Hvamm í Dölum. 2. Búið til ættartré. Efst er Ketill flatnefur, þá börn hans og svo barnabörn. Hafið tréð það stórt að auðveldlega megi bæta við það. 3. Hvernig væri að teikna mynd af Katli þessum sem kallaður var flatnefur?
9 2. Höskuldur Dala-Kollsson kaupir ambátt Sonur Dala-Kolls og Þorgerðar Þorsteinsdóttur hét Höskuldur. Hann tók við búi eftir föður sinn. Kona hans hét Jórunn. Þau bjuggu rausnarbúi í Laxárdal og var bær þeirra kallaður Höskuldsstaðir. Þau eignuðust fjögur börn. Einu sinni sigldi Höskuldur til Noregs til að kaupa timbur í nýjan bæ. Þegar þetta gerðist voru konungar Norðurlanda og fleiri landa í Evrópu vanir að halda fund í Brenneyjum við strönd Svíþjóðar þriðja hvert sumar. Þangað sótti þá mikið fjölmenni og skemmti sér við veislur og íþróttaleiki. Þegar Höskuldur var í Noregi var einn af þessum fundum og fór Höskuldur þangað sér til skemmtunar. Dag einn gekk Höskuldur um fundarsvæðið í Brenneyjum og varð þá fyrir honum stórt tjald og glæsilegt. Hann gekk þangað og inn í tjaldið. Þar sat maður í glæsilegum rauðum klæðum með rússneskan hatt á höfði. Höskuldur spurði manninn að nafni og sagðist hann heita Gilli og vera kallaður Gilli hinn gerski. Höskuldur kannaðist við Gilla og vissi að hann var auðugur kaupmaður. Þess vegna sagði hann: „Þú munt hafa þá hluti að selja mér er ég vil kaupa.“ Gilli spyr hvað hann vilji kaupa. Höskuldur segist vilja kaupa af honum ambátt. Þá gekk Gilli að fortjaldi sem hékk yfir þvert tjaldið og svipti því frá. Fyrir innan fortjaldið sátu tólf konur í röð. gerski merkir að hann er frá því svæði í Rússlandi sem kallað var Garðaríki ambátt merkir kvenkyns þræll
10 Gilli bað Höskuld að líta á konurnar og athuga hvort hann vildi kaupa einhverja þeirra. Höskuldur tekur eftir illa klæddri konu út við tjaldskörina öðrum megin. Honum sýndist konan fríð og spurði: „Hversu dýr skal þessi kona, ef ég vil kaupa hana?“ Gilli svarar að hún kosti þrjár merkur silfurs. Höskuldur segir að það sé nokkuð dýrt, því að þetta sé þriggja ambátta verð. Gilli bað hann þá að kjósa einhverja aðra og fá hana fyrir eina mörk. Höskuldur svarar: „Vita mun ég fyrst hversu mikið silfur er í sjóð þeim er ég hef á belti mér,“ og biður Gilla að koma með vog til að vigta silfrið. Gilli segir þá að galli sé á konunni. Höskuldur spyr hver hann sé. Gilli svarar: „Kona þessi er ómála. Hef ég marga vega ómála merkir mállaus
11 leitað máls við hana og hef ég aldrei fengið orð af henni. Er það að vísu mín ætlan að þessi kona kunni eigi að mæla.“ Þá segir Höskuldur: „Lát fram reisluna og sjáum hvað vegur sjóður sá er ég hef hér.“ Gilli gerir það og reynist silfrið vega þrjár merkur. Þá segir Höskuldur: „Svo hefur nú til tekist að þetta mun vera kaup okkar. Tak þú fé þetta til þín en ég mun taka við konu þessari.“ Síðan fór Höskuldur með konuna heim í tjald sitt og er sagt að þau hafi sofið saman um nóttina. Morguninn eftir sagði Höskuldur við konuna að ekki sæist ríkidæmi Gilla á klæðunum sem hann hefði fengið henni: „Er það og satt að honum var meiri raun að klæða tólf en mér eina.“ Svo opnaði hann kistu og tók þar upp góð kvenföt og rétti henni. Hún fór í fötin og höfðu menn orð á að henni færu vel góð klæði. Síðan fór Höskuldur aftur til Noregs, hlóð skip sitt af timbri og sigldi því til Íslands. Er það að vísu mín ætlan merkir: Ég er viss um það ...; að vísu merkti áður vissulega eigi merkir ekki reisla er sérstök tegund af vog, langt skaft með lóði á öðrum enda en við hinn endann er skál fyrir það sem átti að vega
12 Rifjið upp: 1. Höskuldur Dala-Kollsson bjó á Höskuldsstöðum. Hvernig var hann skyldur Unni djúpúðgu? 2. Höskuldur sigldi til Noregs. Hvert var erindið? 3. Hvað var það sem Höskuldur keypti af Gilla hinum gerska? 4. Hvernig má sjá í þessum kafla dæmi um þrítölu sem er algeng í Íslendingasögum? Til umræðu: • Höskuldur fór til Noregs að kaupa sér við í nýjan bæ. Hvaða hluti þurftu Íslendingar til forna að sækja til annarra landa? Hefur það breyst? Hvað þurfum við að flytja inn nú á tímum? • Konurnar sem Gilli hafði í tjaldinu voru til sölu eins og hver annar búpeningur. Ræðið þetta. Getur verið að slík verslun tíðkist enn? • „…höfðu menn orð á að henni færu vel góð klæði,“ segir í textanum. Hvað er verið að segja um konuna?
13 3. Melkorka Þegar Höskuldur kom heim með ambáttina tók Jórunn kona hans vel á móti honum en spurði hvaða kona það væri sem hann hefði í för með sér. Höskuldur svaraði: „Svo mun þér þykja sem ég svari þér skætingi. Ég veit eigi nafn hennar.“ Jórunn sagðist hafa frétt að þau hefðu talað saman fleira en það að hann spyrði hana að nafni. Höskuldur sagði konu sinni allan sannleikann og sagðist vilja að kona þessi byggi þar hjá þeim á Höskuldsstöðum. „Eigi mun ég deila við frillu þína,“ sagði Jórunn, „og allra síst ef hún er bæði dauf og mállaus.“ Höskuldur svaf hjá konu sinni hverja nótt, eftir að hann kom heim, en skipti sér lítið af ambáttinni. En allir sáu að hún var enginn afglapi. Um veturinn eignaðist ambáttin sveinbarn, stórt og fallegt. Höskuldur var kallaður þangað og spurður hvað drengurinn ætti að heita. Höskuldur sagði að hann ætti að heita Ólafur, því að Ólafur feilan, móðurbróðir hans í Hvammi, hafði andast litlu áður. Um sumarið sagði Jórunn við bónda sinn að annað hvort yrði frilla hans að taka upp vinnu eins og annað fólk eða fara í burtu af bænum. Höskuldur bað ambáttina þá að ganga að vinnu og gæta sveinsins um leið. Ólafur Höskuldsson var bráðþroska. Tveggja vetra gamall var hann altalandi og hljóp um eins og fjögurra vetra börn. Morgun einn í góðu veðri og sólskini gekk Höskuldur út og svipaðist um í kringum bæinn. Þá heyrði hann mannamál. Hann gekk niður frilla merkir hjákona, ástkona kvænts manns dauf merkir heyrnarlaus afglapi þýðir það sama og bjálfi eða glópur
14 fyrir túnbrekkuna þar sem rann lítill lækur. Sá hann þá að þar voru Ólafur sonur hans og ambáttin, móðir Ólafs. Þá heyrði Höskuldur að hún var ekki mállaus því að hún talaði margt við sveininn. Höskuldur gengur að þeim og spyr hana að nafni, segir að nú geti hún ekki lengur dulið hver hún sé. Hún segir að það sé satt og setjast þau niður í túnbrekkuna. Síðan mælti hún: „Ef þú vilt nafn mitt vita, þá heiti ég Melkorka.“ Höskuldur bað hana að segja lengra ætt sína. Hún svarar: „Mýrkjartan heitir faðir minn. Hann er konungur á Írlandi. Ég var þaðan hertekin fimmtán vetra gömul.“ Höskuldur segir að hún hafi þagað helst til lengi yfir svo góðri ætt. Síðan gekk Höskuldur inn og sagði konu sinni hvað hann hefði frétt. Jórunn sagðist ekki vita hvað væri satt í því sem ambáttin hefði sagt. Ekki varð Jórunn betri við Melkorku eftir þetta en Höskuldur kom heldur betur fram við hana.
15 Kvöld eitt var Jórunn að hátta og togaði Melkorka af henni sokkana og lagði þá á gólfið. Jórunn tók þá sokkana og sló þeim um höfuð henni. Melkorka reiddist við og setti hnefann á nasir Jórunnar svo að blæddi úr. Höskuldur kom þá að og skildi þær. Eftir það lét hann Melkorku fara burt með Ólaf og fékk henni bústað uppi í Laxárdal. Þar byggði hún bæ og kallaði Melkorkustaði en Höskuldur fékk henni allt sem hún þurfti að hafa til búsins. Rifjið upp: 1. Höskuldur eignaðist son með ambáttinni. Hvert var nafn hans? 2. Hvað hét ambáttin og hverra manna var hún? 3. Höskuldur lét ambáttina flytja burtu. Hvers vegna? 4. Hvert flutti ambáttin? Til umræðu: • Jórunn á erfitt með að sætta sig við ambáttina sem Höskuldur kom með heim frá Noregi. Ræðið þetta. Er afstaða hennar ef til vill skiljanleg? • Skyndilega kemur í ljós hverrar ættar ambáttin er. Hverju breytir það? Hvað táknaði það fyrir Höskuld, og ekki síður Ólaf son hans, að Melkorka skyldi vera af svo göfugri ætt? • Hvað segja slagsmálin milli Jórunnar og Melkorku um skaplyndi ambáttarinnar? Verkefni: 1. Bætið á ættartréð. Hverjir hafa nú bæst við?
16 4. Ólafur pái Sjö vetra gamall fór Ólafur Höskuldsson í fóstur til auðugs bónda sem var kallaður Þórður goddi og bjó á Goddastöðum. Þegar Ólafur óx upp varð hann mikill skartmaður í klæðaburði og var kallaður Ólafur pái. Stundum var Ólafur líka hjá móður sinni á Melkorkustöðum og kenndi hún honum írsku. Þegar Ólafur var sautján ára kom Melkorka að máli við hann og stakk upp á að hann færi utan að vitja frænda sinna á Írlandi. Ólafur sagðist hafa nefnt þetta við föður sinn en hann hefði tekið illa í að láta sig hafa fé til ferðarinnar. En Þórður fóstri hans ætti sínar eignir í löndum og kvikfé en ekki í vaðmáli eða öðru sem hægt var að hafa með sér til útlanda og selja þar. Melkorka sagðist ekki kunna við að Ólafur væri lengur kallaður ambáttarsonur og nú greip hún til sinna ráða. Maður sem var kallaður Þorbjörn skrjúpur hafði lengi haft umsjón með búi Melkorku. Hann hafði viljað giftast henni skömmu eftir að hún fluttist að Melkorkustöðum en hún tekið því fjarri. Nú ákvað hún að giftast Þorbirni og fá hann til að kosta ferð Ólafs. Hún vildi að brúðkaupið færi fram og Ólafur sigldi utan meðan Höskuldur væri á Alþingi um sumarið, svo að hann vissi ekkert fyrr en eftir á. Þá mundi hann frétta tvennt samtímis sem honum líkaði illa, að hún væri gift og Ólafur sonur hans farinn úr landi, án þess að hann vissi. goddi er viðurnefni en ekki er ljóst hvað það merkir. Það hefur verið skýrt þannig að það merki litli goðinn pái er annað nafn fyrir páfugl sem er með mjög skrautlegt stél. Ólafur fær þetta viðurnefni vegna þess hve skrautlega hann er búinn skrjúpur merkir holóttur, gljúpur
17 Ólafur fór að hitta Þorbjörn og bað hann að lána sér vaðmál. Þorbjörn sagðist skyldu gera það ef hann fengi Melkorku fyrir konu. Ólafur sagði að það skyldi þá verða en bað Þorbjörn að segja ekki frá ráðagerð þeirra. Höskuldur bjóst til Alþingis og bað Ólaf að ríða þangað með sér. En Ólafur sagðist ekki mega vera að því, hann þyrfti að láta hlaða gerði handa lömbum við Laxá. Höskuldi líkaði það vel að Ólafur vildi hirða um búið, og varð hann eftir heima. Eftir að Höskuldur var farinn var haldið brúðkaup Melkorku og Þorbjarnar skrjúps og Ólafur fékk nægilegt vaðmál til að hafa með sér úr landi. Ólafur vissi um skip sem lá norður á Borðeyri við Hrútafjörð. Því stýrði norskur maður sem hét Örn. Ólafur reið þangað eftir brúðkaupið og samdi við Örn um að fá far með honum til Noregs. Svo reið hann suður að Melkorkustöðum aftur og kvaddi móður sína. Hún fékk honum gullhring og sagði: „Þennan grip gaf faðir minn mér að tannfé og vænti ég að hann þekki hann ef hann sér hann.“ Hún fékk honum líka hníf og belti og bað hann að fá fóstru sinni á Írlandi þessa gripi, sagði að hún mundi tannfé er gjöf sem barn fær í tilefni af því að það tekur fyrstu tönnina
18 þekkja þá og vita frá hverjum Ólafur kæmi. Eftir það fór Ólafur til skips og sigla þeir í haf til Noregs. Þegar Höskuldur kom heim af þingi frétti hann allt sem hafði gerst. Honum líkaði illa að Melkorka og Ólafur stæðu í þess konar stórræðum, án þess að hann væri hafður með í ráðum. Þó ákvað hann að láta kyrrt liggja. Rifjið upp: 1. Ólafur Höskuldsson var sendur í fóstur. Hvert fór hann og hvað hét fóstri hans? 2. Höskuldur vildi ekki styrkja Ólaf til utanferðar. Hvernig leysti hann það mál? 3. Ólafur fór utan. Hvert fór hann og hvert var markmið ferðarinnar? 4. Hverjir voru gripirnir þrír sem Melkorka átti og lét Ólaf fá? Til umræðu: • Þorbjörn skrjúpur fellst á að kosta Ólaf til utanferðar ef hann fái að giftast móður hans. Hvað finnst ykkur um slík viðskipti? • Melkorka kemst að þeirri niðurstöðu að ef áætlanir hennar og Ólafs gangi upp þá mundi Höskuldur frétta tvennt samtímis sem honum líkaði illa. Af hverju ætti Höskuldi að líka illa að Melkorka giftist? Finnst ykkur þetta sanngjarnt? Er henni kannski vorkunn?
19 5. Írlandsför Þegar þetta gerðist var Haraldur gráfeldur konungur í Noregi. Ólafur og Örn fóru til hans og voru við hirð hans um veturinn. Vorið eftir vildi Ólafur halda áfram ferð sinni til Írlands. En Örn var tregur til að fara með honum og sagðist ekki vita um neitt skip sem gengi þangað um sumarið. Gunnhildur drottning, móðir Haralds konungs, heyrði á tal þeirra og fékk þeim skip til fararinnar. Í hafi fengu þeir lítinn byr og miklar þokur og vissu ekki hvar þeir sigldu. Loks komu þeir að landi að nóttu til og þegar birti morguninn eftir þóttust þeir sjá að þeir væru við Írland. Örn sagðist halda að þeir væru langt frá höfnum eða kaupstöðum þar sem útlendir kaupmenn mættu koma að landi. Ef Írar kæmu að þeim þar sem þeir væru mundu þeir hirða skipið og allt sem í því væri. Ólafur svaraði að hann skyldi ekki hafa áhyggjur af því. Litlu síðar kemur að þeim mannfjöldi ofan af landi. Tveir menn reru báti út til skipsins og spyrja á írsku hverjir þeir séu. Ólafur svaraði þeim á írsku. Írar sögðu þeim að ganga af skipinu og skilja allt fé sitt eftir. Enginn mundi þá gera þeim mein þangað til konungur dæmdi í máli þeirra. Ólafur svaraði að það væru lög að útlendingar ættu að láta lausar eigur sínar ef enginn túlkur væri með þeim. „En ég kann yður með sönnu að segja að þetta eru friðmenn og þó munum vér eigi upp gefast að óreyndu.“ Írar æpa þá heróp og vaða út í sjóinn að skipinu. Vatnið var ekki dýpra en svo að það tók þeim upp undir hendur. Ólafur Haraldur gráfeldur var konungur í Noregi frá 959 til 974 eða þar um bil
20 bað skipverja sína taka upp vopn og fylkja liði á skipinu. Stóðu þeir svo þétt að skipið var allt skarað skjöldum, og stóð spjótsoddur út með hverjum skildi. Ólafur gekk fram í stafninn. Hann var í brynju og hafði gullroðinn hjálm á höfði. Hann var gyrtur sverði, hafði krókaspjót í annarri hendi en rauðan skjöld í hinni og var málað ljón úr gulli á skjöldinn. Nú þykjast Írar sjá að skipið sé ekki eins auðvelt herfang og þeir höfðu haldið. Þeir hverfa frá og gera konungi sínum orð, því að hann var á ferðalagi ekki langt undan. Konungur reið þegar til skipsins með flokk sinn. Skipverjar Ólafs sjá nú mikið riddaralið ríða í átt til sín og þagna við, því að þeim sýnist að nú verði mikill liðsmunur. En Ólafur bað þá herða hugina, „því að nú er gott efni í voru máli, heilsa þeir Írar nú Mýrkjartani, konungi sínum.“ Konungur ríður nær skipinu, svo að þeir geta talast við. Konungur spyr hver stýri skipinu. Ólafur segir nafn sitt og spyr hver sé hinn vasklegi riddari sem hann eigi tal við. „Ég heiti Mýrkjartan,“ segir konungur. „Hvort ertu konungur Íra?“ spyr Ólafur. Hann sagði það vera. Þá spurði konungur hvaðan þeir kæmu og hverra manna þeir væru. Ólafur segir: „Vér ýttum af Noregi en þetta eru hirðmenn Haralds konungs Gunnhildarsonar sem hér eru innan borðs. En það er frá ætt minni að segja að faðir minn býr á Íslandi og heitir Höskuldur. En móðurætt mína vænti ég að þér þekkið betur en ég, því að Melkorka heitir móðir mín og er mér sagt að hún sé dóttir þín, konungur.“
21 Konungur þagnar við og ræðir síðan við menn sína. Þeir spyrja hann hvað muni vera satt í þessu máli. Konungur svarar: „Auðséð er það á Ólafi þessum að hann er stórættaður maður hvort sem hann er vor frændi eða eigi. Hann talar líka allra manna best írsku.“ Eftir það stóð konungur upp og mælti til Ólafs: „Nú skal svara þínu máli. Ég vil gefa ykkur öllum grið, skipverjum. En um frændsemi þá er þú telur við oss munum við tala fleira áður en ég svari einhverju um hana.“ Síðan leggja þeir bryggjur á land og ganga þeir Ólafur af skipinu. Taka þeir Ólafur og konungur þá tal með sér og segist Ólafur hafa gullhring á hendi sem Melkorka gaf honum að skilnaði á Íslandi. „Og sagði hún að þú, konungur, gæfir henni að tannfé.“ Konungur tók við hringnum og leit á hann og roðnaði í andliti. Hann þekkti strax hringinn og sagði líka að Ólafur væri svo líkur móður sinni að vel mætti þekkja hann af henni. Þá bauð hann Ólafi að koma með sér til hirðar sinnar með alla sína menn. Síðan voru þeim fengnir hestar og riðu þeir saman til Dyflinnar þar sem konungur hafði aðsetur. En konungur setti eftir menn að líta eftir skipinu. Það þóttu mikil tíðindi í Dyflinni að þangað væri kominn dóttursonur konungs, sonur Melkorku sem hafði verið hertekin fimmtán vetra gömul. En mest þótti fóstru Melkorku um þessi tíðindi. Hún var þá lögst í kör en gekk þó staflaust á fund Ólafs. Ólafur faðmaði hana að sér og sagði henni að fósturdóttir hennar væri í góðu yfirlæti á Íslandi. Svo fékk hann henni frændsemi merkir skyldleiki að leggja bryggjur á land merkir að lagðar voru göngubrýr frá skipi til lands að leggjast í kör merkir að verða gamall og lasinn, geta varla hreyft sig
22 hnífinn og beltið og þekkti kerling gripina. Var kerling hress þann vetur allan. Konungur sat sjaldan kyrr heima um veturinn, því að hann þurfti sífellt að verja land sitt fyrir víkingum. Ólafur var jafnan í för með honum með menn sína og þótti sú sveit heldur herská. Síðari hluta vetrar kallaði konungur saman þing. Þar stóð hann upp og hélt ræðu. Sagðist hann hafa ákveðið að bjóða Ólafi konungdóm eftir sinn dag, því að hann væri betur fallinn til þess að verða konungur en synir sínir. Ólafur þakkaði honum boðið en sagðist ekki vilja hætta á hvernig synir hans þyldu að hann væri tekinn fram yfir þá. Betra væri að fá skjóta sæmd en langa svívirðingu. Hann sagði líka að móðir sín mundi una því illa ef hann kæmi ekki aftur. Konungur bað Ólaf ráða. Síðan var þinginu slitið. Þegar skip Ólafs var ferðbúið fylgdi konungur honum til skips og gaf honum spjót gullrekið og sverð og mikið fé annað. Ólafur bað um að fá að flytja fóstru Melkorku með sér til Íslands. En konungi fannst það óþarfi og varð hún eftir. Stigu þeir Ólafur þá á skip og sigldu til Noregs. Þar var Ólafur með Haraldi konungi næsta vetur en sigldi sumarið eftir til Íslands. Allir tóku vel á móti Ólafi þegar hann kom til Íslands. Melkorka spurði hann margs af Írlandi, af föður sínum og frændfólki. Brátt spurði hún hvort fóstra hennar lifði. Ólafur sagði það vera. Melkorka spyr þá hvers vegna hann hafi ekki komið með hana til Íslands. Þá svarar Ólafur: „Ekki fýstu menn þess, móðir, að ég flytti fóstru þína af Írlandi.“ Það fannst á að Melkorku var það mjög á móti skapi.
23 Rifjið upp: 1. Hver var konungur í Noregi þegar Ólafur kom þangað? 2. Hvernig var Ólafi og hans mönnum tekið þegar þeir komu að strönd Írlands og hvernig brugðust þeir við? 3. Hvað gerðist svo þegar konungur Íra, Mýrkjartan, kom og blandaði sér í málið? 4. Hvernig var Ólafur skyldur Mýrkjartani? 5. Hvaða tilboð gerði Mýrkjartan Ólafi og hvernig brást Ólafur við? 6. Hvaða gjafir gaf Mýrkjartan Ólafi að skilnaði? Til umræðu: • Í kaflanum kemur fram að samkvæmt lögum mátti gera eigur farmanna upptækar ef ekki var túlkur með þeim í för. Hvað finnst ykkur um þetta lagaákvæði? • Hvað finnst ykkur um þá ákvörðun Ólafs að neita að taka við konungdómi í Írlandi? Var þetta skynsamlegt af honum? • Hvaða borg er Dyflinni? Rifjið upp fleiri íslensk heiti á erlendum stórborgum. Verkefni: 1. Teiknið/smíðið vopn Ólafs skv. lýsingum í kaflanum.
24 6. Bónorð Ólafs Vorið eftir kom Höskuldur að máli við Ólaf son sinn og sagðist vilja að hann bæði sér konu og tæki við búi fóstra síns á Goddastöðum. Ólafur sagðist lítið hafa hugsað um það og ekki vita hvar væri sú kona sem sér væri happ í að fá. Hann ætlaði sér ekki að kvænast hvaða konu sem væri. Höskuldur mælti: „Maður heitir Egill Skalla-Grímsson. Hann býr á Borg í Borgarfirði. Hann á sér dóttur þá er Þorgerður heitir. Þessarar konu ætla ég að biðja þér til handa, því að hún er besti kvenkostur í öllum Borgarfirði og þó að víðar væri leitað.“ Ólafur svarar: „Þinni forsjá mun ég hlíta hér um. Og er mér að skapi þetta ráð, ef það tekst. En ef þetta mál er upp borið og tekst ekki, þá mun mér illa líka.” Höskuldur segist munu hætta á að bónorðinu verði tekið. Ólafur biður hann ráða. Líður nú til Alþingis. Höskuldur býst að heiman með fjölmenni og er Ólafur sonur hans í för með honum. Þeir koma til Þingvalla og tjalda búð sína. Egill Skalla-Grímsson var á þingi. Allir sem sáu Ólaf höfðu á orði að hann væri fríður og fyrirmannlegur. Hann var líka vel búinn að vopnum og klæðum. Dag einn gengu þeir feðgar, Höskuldur og Ólafur, frá búð sinni til fundar við Egil. Hann fagnar þeim vel, því að þeir Höskuldur voru vel málkunnugir. Höskuldur vekur nú bónorð fyrir hönd Ólafs og biður Þorgerðar. Hún var þar á þinginu. Egill tók þessu máli vel, kvaðst hafa góða frétt af þeim feðgum. ráð merkir hér gifting tjalda búð sína: Búðirnar voru bráðabirgðahúsnæði sem goðarnir komu sér upp á þingstaðnum og dvöldu í meðan þingið stóð yfir. Þetta mun hafa verið tóft hlaðin úr torfi og grjóti og svo tjaldað yfir hana meðan á þingtímanum stóð fyrirmannlegur merkir glæsilegur, höfðinglegur
25 „Veit ég og, Höskuldur,“ segir Egill, „að þú ert ættstór maður og mikils verður en Ólafur er frægur af ferð sinni. En þó skaltu nú þetta við Þorgerði ræða, því að það er engum manni færi að fá Þorgerðar án hennar vilja.“ Höskuldur mælti: „Það vil ég, Egill, að þú ræðir þetta við dóttur þína.“ Egill sagðist skyldu gera það. Hann gekk nú til fundar við Þorgerði og tóku þau tal saman. Egill mælti: „Maður heitir Ólafur og er Höskuldsson, einhver frægasti maður sem nú er uppi. Höskuldur faðir hans hefur vakið bónorð fyrir hönd Ólafs og beðið þín. Hef ég skotið því til þinna ráða. Vil ég nú vita svör þín en mér finnst þetta gjaforð göfugt.“ Þorgerður svarar: „Það hef ég þig heyrt segja að þú unnir mér mest barna þinna. En það finnst mér ekki sannast ef þú vilt gifta mig ambáttarsyni, þó að hann líti vel út og láti mikið á sér bera.“ Egill segir: „Hefurðu ekki frétt að hann er dóttursonur Mýrkjartans Írakonungs? Hann er miklu betur ættaður í móðurætt en föðurætt og væri föðurættin þó fullboðleg.“ Ekki féllst Þorgerður á þetta. Daginn eftir gengur Egill í búð Höskulds og spyr Höskuldur hvernig bónorðsmálin hafi gengið. Egill segir honum hvernig farið hafði. Ekki var Ólafur við tal þeirra. Eftir að Egill var farinn kemur Ólafur og spyr föður sinn hvað líði bónorðsmálum. Höskuldur segir að þau gangi illa. Ólafur mælti: „Nú er sem ég sagði þér, faðir, að mér mundi illa líka ef ég fengi svívirðingu af þessu bónorði. Þú réðst því að fá Þorgerðar þýðir að eignast Þorgerði fyrir eiginkonu
26
27 það var borið upp en nú mun ég ráða því að það skal ekki falla niður. Nú skulum við ganga strax til búðar Egils.“ Höskuldur bað hann ráða því. Ólafur var þannig búinn að hann var í skarlatsklæðum sem Haraldur konungur hafði gefið honum. Hann hafði gullroðinn hjálm á höfði og sverð það í hendi sem Mýrkjartan konungur hafði gefið honum. Þeir Höskuldur og Ólafur ganga nú í búð Egils. Hann fagnar þeim vel og sest Höskuldur hjá honum en Ólafur stóð upp og litaðist um. Ólafur sá að kona sat á palli í búðinni, fögur og vel búin, og þóttist vita að það væri Þorgerður. Hann gengur að pallinum og sest niður hjá henni. Þorgerður heilsar þessum manni og spyr hver hann sé. Ólafur nefnir nafn sitt og föður síns og segir svo: „Mun þér þykja djarfur gerast ambáttarsonurinn, er hann þorir að sitja hjá þér og ætlar að tala við þig.“ Þorgerður svarar: „Það muntu hugsa að þú hafir gert meiri þoranraun en tala við konur.“ Síðan taka þau tal saman og tala þann dag allan. Ekki heyrðu menn hvað þau töluðu. Og áður en þau slitu talinu kölluðu þau á Egil og Höskuld. Þá var aftur farið að ræða um bónorðið. Vill þá Þorgerður láta föður sinn ráða. Þá var málið auðsótt og var ákveðið að halda brúðkaup þeirra Ólafs og Þorgerðar á Höskuldsstöðum næsta sumar. Þar var mikil veisla og allir gestir leiddir út með gjöfum. Þá gaf Ólafur Agli sverðið góða sem Mýrkjartan hafði gefið honum og varð Egill léttur á brún við gjöfina. skarlatsklæði eru föt úr lituðu efni, oftast rauð þoranraun merkir afreksverk, hættuspil
28 Rifjið upp: 1. Ólafur bað sér konu. Hvað hét hún og hverra manna var hún? 2. Hvernig var bónorðinu tekið í fyrstu? Hver var ástæðan? 3. Hvað varð svo til þess að afstaða konunnar breyttist? 4. Ólafur gaf tengdaföður sínum merkan grip eftir að brúðkaupið var afstaðið. Hvaða gripur var það? Til umræðu: • Hvernig breyttist staða Ólafs eftir förina til Írlands? • Egill Skalla-Grímsson tekur því vel þegar Höskuldur biður um dóttur hans fyrir tengdadóttur en vísar því til Þorgerðar. Er þetta að einhverju leyti óvenjulegt miðað við það sem þá tíðkaðist? Verkefni: 1. Skráið hjá ykkur leiðina frá bónorði Ólafs til samþykkis Þorgerðar í örfáum skrefum. 2. Hver var Egill Skalla-Grímsson? Leitið upplýsinga á netinu.
29 7. Kjartan og Bolli Vorið eftir að þau Ólafur og Þorgerður giftust tóku þau við búi á Goddastöðum. En skömmu seinna keypti Ólafur jörð sem hafði lagst í eyði vegna draugagangs. Þar var fallegt land og gott til búskapar, miklar laxveiðar og skógur. Ólafur byggði þar nýjan bæ. Svo lét hann reka allt búfé sitt frá Goddastöðum að nýja bænum. Fremst fór sauðfé, svo kýr og naut og síðast hross með klyfjum. Reksturinn náði alla leið á milli bæjanna, svo að fararbroddurinn var kominn á leiðarenda þegar Ólafur reið úr hlaði á Goddastöðum. Höskuldur og Jórunn stóðu úti og horfðu á. Höskuldur bauð hann velkominn og sagðist halda að nafn Ólafs mundi lengi verða munað. Jórunn sagði að nógu ríkur væri ambáttarsonurinn til þess. Ólafur kallaði bæ sinn Hjarðarholt. Þar bjuggu þau Þorgerður góðu búi og var Ólafur manna vinsælastur. Höskuldur átti tvo syni með Jórunni konu sinni, Þorleik og Bárð. Þegar Höskuldur var orðinn gamall veiktist hann og þóttist vita að sóttin mundi leiða sig til bana. Hann kallaði þá til sín syni þeirra Jórunnar og sagðist vilja skipta arfi sínum. Þá voru lög þannig að synir sem voru fæddir í hjónabandi fengu allan arf eftir föður sinn. Þorleikur og Bárður áttu því einir að erfa Höskuld. En hann vildi að þeir leyfðu Ólafi að fá arf eins og þeir, þó að hann væri fæddur utan hjónabands. Bárður tók því vel en Þorleikur aftók að Ólafur fengi arf, sagði að hann væri orðinn nógu auðugur. Þá sagðist Höskuldur að minnsta kosti mega gera það sem leyft væri í lögum, að hann gæfi Ólafi tólf aura. Þorleikur hélt að hann
30 ætti við tólf aura silfurs og féllst á það, enda var það löglegt. Þá lét Höskuldur taka gullhring og sverð sem var hvort tveggja jafngilt tólf aurum af gulli og gaf Ólafi syni sínum. Þorleiki fannst faðir sinn hafa svikið sig. En Ólafur neitaði að láta hann fá hringinn eða sverðið, því að Þorleikur hefði leyft það í votta viðurvist að hann fengi tólf aura. Eftir þetta andaðist Höskuldur. Eftir dauða Höskulds kom Ólafur að máli við Þorleik og vildi sættast við hann: „Veit ég að þér mislíkar að ég tók við gripum þeim er faðir minn gaf mér á deyjanda degi. Nú ef þú þykist af þessu vanhaldinn, þá vil ég vinna það til að fóstra son þinn. Og er sá kallaður minni maður er öðrum fóstrar barn.“ Þorleikur tók þessu vel og fór Bolli sonur Þorleiks í fóstur að Hjarðarholti þriggja vetra gamall. Þorgerður tók vel við honum og unnu þau Ólafur honum ekki minna en sínum börnum. Ólafur og Þorgerður eignuðust dóttur sem var nefnd Þuríður. Síðan eignuðust þau son sem var gefið nafnið Kjartan eftir Mýrkjartani, langafa sínum. Þegar Kjartan óx upp þótti hann allra manna fríðastur. Hann var laglegur, manna best eygður og ljós yfirlitum. Mikið hár hafði hann og fagurt sem silki, stór maður og sterkur, eins og Egill móðurfaðir hans hafði verið. Hann var góður vígamaður, vel hagur og syndur manna best og vel fær í öllum íþróttum. Bolli Þorleiksson var líka efnilegur maður og gekk næst Kjartani í öllum íþróttum, fríður og mikill skartsmaður. Þeir Kjartan og Bolli voru jafngamlir og urðu miklir vinir. tólf aurar eru u.þ.b. 324 grömm, einn eyrir var um 27 grömm
31 Rifjið upp: 1. Hverjir voru synir Höskulds Dala-Kollssonar og hverjar voru mæður þeirra? 2. Hvað nefndi Ólafur nýja bæinn sem hann byggði? 3. Hvers vegna átti Ólafur ekki að erfa Höskuld föður sinn? 4. Hvernig leysti Höskuldur málið með arf Ólafs? 5. Hvað gerði Ólafur til að sættast við Þorleik hálfbróður sinn? 6. Hvaða synir Ólafs og Þorleiks voru jafnaldrar og vinir? Til umræðu: • Jórunn er enn að tala um ambáttarsoninn. Þetta er auðvitað dónaskapur að segja þessa hluti um mann og það einn af höfðingjunum. Hvaða tilfinningar búa hér að baki? • Takið eftir því að Höskuldur nefnir aldrei dætur sínar þegar rætt er um skiptin. Finnst ykkur það sanngjarnt? • Ólafur býður Þorleiki að fóstra son hans. Þetta er sáttaboð, hann vill með þessu bæta fyrir það að hafa reitt Þorleik til reiði. Hvers vegna fer hann þessa leið? • Berið saman lýsingarnar á Kjartani og Bolla. Eru þær svipaðar? Hvað er ólíkt? Til athugunar: 1. Takið vel eftir því sem hér er sagt um Kjartan og Bolla. Vinátta þeirra átti eftir að breytast síðar. 2. Bolli elst upp hjá Ólafi og Þorgerði frá þriggja ára aldri og tekið er fram að þau hafi ekki unnað honum minna en sínum börnum. Hafið þetta í huga þegar líður á söguna. Verkefni: 1. Nú væri snjallt að bæta við ættartréð.
32 8. Sverðið Fótbítur Þegar Ólafur og Þorgerður höfðu búið lengi í Hjarðarholti vildi Ólafur fara til útlanda. Þorgerði var lítið um það en Ólafur sagðist vilja ráða. Hann keypti því skip og sigldi til Noregs. Þar bjó hann hjá manni sem hét Geirmundur og var víkingur mikill og ekki vinsæll. Um veturinn sagði Ólafur Geirmundi að hann vildi afla sér viðar í nýjan skála í Hjarðarholti. Geirmundur sagði að Hákon jarl, sem þá réði yfir Noregi, ætti besta skóg í landinu. Hann mundi líka taka vel við Ólafi því að hann væri af stórum ættum. Ólafur fór nú til jarls og fékk að höggva tré eins og hann vildi. En þegar hann kom til baka til Geirmundar hafði Geirmundur ákveðið að fara með honum til Íslands og var búinn að bera eigur sínar á skip hans. Ólafur mælti: „Ekki mundir þú fara á mínu skipi ef ég hefði fyrr vitað en úr því að þú ert hér kominn nenni ég ekki að reka
33 þig til baka eins og hund.“ Lauk svo að Geirmundur fór með honum til Íslands. Þegar þangað kom bauð Ólafur Geirmundi að búa hjá sér. Geirmundur átti gott sverð með hjöltum úr rostungstönn. Þetta sverð kallaði hann Fótbít og skildi það aldrei við sig. Geirmundur hafði ekki verið lengi í Hjarðarholti þegar hann bað Þuríðar, dóttur Ólafs og Þorgerðar. Ólafur neitaði því. Þá talaði Geirmundur við Þorgerði og fékk hana til að fallast á bónorðið. Hún vakti svo máls á því við Ólaf. Þá svarar Ólafur: „Eigi skal þetta gera í móti þér, heldur en annað, þótt ég væri fúsari að gifta Þuríði öðrum manni.“ Þorgerður fór svo og sagði Geirmundi. Hann vakti þá bónorð í annað sinn við Ólaf og var það nú auðsótt. Svo var haldin fjölmenn brúðkaupsveisla í Hjarðarholti, því að Ólafur hafði lokið við nýja skálann. Ekki kom þeim Þuríði og Geirmundi vel saman. Þrjá vetur bjuggu þau saman en þá vildi hann fara til baka til Noregs. Hann sagði að Þuríður skyldi verða eftir og eins árs dóttir þeirra sem hét Gróa. Ekkert fé vildi Geirmundur skilja eftir í meðgjöf með dóttur sinni. Þetta líkaði þeim Þorgerði og Þuríði illa og sögðu Ólafi. En Ólafur var sáttfús og vildi fallast á að hafa barnið eftir. Meira að segja gaf hann Geirmundi skip sitt að skilnaði. Síðan bjó Geirmundur skipið á brott og sigldi út úr Laxárósi. En þegar þeir komu út að Öxney á Breiðafirði lægði vind og biðu þeir þar í hálfan mánuð eftir byr út úr firðinum. hjalt á sverði er hlíf milli handfangsins á sverðinu og blaðsins meðgjöf merkir meðlag, það sem greitt er með barni til að kosta uppeldi þess
34 Þegar þetta gerðist þurfti Ólafur að fara að heiman. Á meðan kallaði Þuríður dóttir hans til sín húskarla og bað þá að fara með sér. Hún hafði með sér Gróu dóttur sína og lét húskarlana róa með þær á ferju út eftir Hvammsfirði. Þegar þau komu út að Öxney lét hún skjóta út litlum báti af ferjunni. Hún fór í bátinn með barnið og tvo menn með sér en bað hina að bíða á ferjunni. Svo reru þeir bátnum að skipi Geirmundar. Þá tók hún upp bor og bað annan manninn að bora göt á skipsbátinn, svo að hann yrði ófær ef til hans þyrfti að taka. Síðan lét hún flytja sig í land í Öxney. Þaðan gekk hún út í skipið. Þetta var snemma morguns í sólarupprás og voru allir í svefni á skipinu. Þuríður gekk að þar sem Geirmundur svaf, setti barnið í svefnpokann hjá honum og tók sverðið Fótbít sem lá hjá honum. Síðan gekk Þuríður aftur í land og fór út í bátinn. Nú fer stúlkan að gráta. Við það vaknar Geirmundur. Hann sprettur upp og þreifar eftir sverðinu en finnur það ekki. Gengur hann þá út að borðstokknum og sér að þau Þuríður róa frá skipinu. Geirmundur kallar á menn sína og biður þá að taka skipsbátinn og róa á eftir þeim. Þeir gera það en þegar þeir eru skammt komnir finna þeir að kolblár sjór fellur inn í bátinn. Snúa þeir þá aftur í skipið. Þá kallar Geirmundur til Þuríðar og biður hana að skila sverðinu en taka við stúlkunni, „og haf héðan með henni fé svo mikið sem þú vilt.“ Hún neitar því. Hann svarar: „Ekkert happ mun þér í verða að hafa með þér sverðið.“ Hún sagðist ætla að hætta á það. „Það læt ég þá um mælt,“ segir Geirmundur, „að þetta sverð verði þeim manni að bana í þinni ætt er mestur skaði er að og óskaplegast komi við.“ húskarl merkir frjáls vinnumaður
35 Síðan fer Þuríður heim í Hjarðarholt og gefur Bolla Fótbít, því að hún unni honum ekki minna en bræðrum sínum. Bolli bar sverðið lengi síðan. Eftir þetta fengu þeir Geirmundur byr og sigldu til Noregs. En þegar þeir komu að landi fórst skipið með allri áhöfn. Þuríður giftist síðar manni sem hét Guðmundur Sölmundarson og bjó í Ásbjarnarnesi norður í Víðidal í Húnaþingi. Rifjið upp : 1. Ólafur Höskuldsson fór til Noregs. Hvert var erindið? 2. Hvernig atvikaðist það að víkingurinn Geirmundur kom með honum til Íslands? 3. Hver urðu svo tengsl Ólafs og Geirmundar? 4. Hvernig lauk hjónabandi Geirmundar og Þuríðar? 5. Hvernig komst sverðið Fótbítur í eigu ættar Ólafs? Hver eignaðist það? 6. Í kaflanum er forspá, hver er hún? Til umræðu: • Hvað finnst ykkur um afstöðu Þuríðar til Gróu dóttur sinnar? • Af hverju ætli Þorgerði hafi verið illa við ferð Ólafs? Ætli hún hafi verið sátt við húsakostinn eins og hann var eða hrædd við hættulega og langa siglingu? Eða vildi hún ekki að hann færi, minnug tilveru Melkorku? Til athugunar: Leggið á minnið það sem Geirmundur segir um sverðið Fótbít. Það verður rifjað upp seinna í sögunni.
36 9. Draumar Guðrúnar Ósvífursdóttur Vestur á Laugum í Sælingsdal í Dölum bjuggu hjón sem hétu Ósvífur og Þórdís. Þau áttu mörg börn en elst þeirra var stúlka sem hét Guðrún. Hún var falleg og skartgjörn, greind og kunni vel að koma fyrir sig orði. Í Sælingsdal er volg laug, kölluð Sælingsdalslaug. Einu sinni, þegar Guðrún var þrettán eða fjórtán ára gömul, hitti hún við laugina mann sem var þar á ferð og hét Gestur Oddleifsson. Hann bjó í Haga á Barðaströnd. Guðrún vissi að hann var talinn vitur maður og bað hann því að ráða einkennilega drauma sem hana hefði dreymt um veturinn. Guðrún sagði: „Dreymt hefur mig margt í vetur en fjórir eru þeir draumar er mér afla mikillar áhyggju. En enginn maður hefur þá svo ráðið að mér líki. Bið ég þó eigi þess að þeir séu í vil ráðnir.“ Gestur bað hana að segja draumana. Guðrún sagði: „Úti þóttist ég vera stödd við læk nokkurn og hafði ég krókfald á höfði. Mér þótti hann fara mér illa og vildi breyta honum. En margir töluðu um að ég skyldi ekki gera það. En ég hlýddi ekki á það og greip ég af höfði mér faldinn og kastaði honum út í lækinn. Og var þessi draumur eigi lengri.“ Og Guðrún hélt áfram: „Það var upphaf að öðrum draumi að ég þóttist vera stödd hjá vatni einu. Svo þótti mér sem kominn væri silfurhringur á hönd mér og þóttist ég eiga hann. Þótti mér hann vera mikil gersemi og ætlaði ég lengi að eiga. En þegar ég skartgjörn merkir að hún hafði gaman af að bera fallega skartgripi séu í vil ráðnir merkir að Guðrún vill ekki að Gestur hafi hennar óskir í huga við ráðninguna krókfaldur er höfuðfat sem konur báru fyrr á tímum, húfa með krók upp úr
37 átti síst von á, þá renndi hringurinn af hendi mér og í vatnið og sá ég hann aldrei síðan. Síðan vaknaði ég.“ „Ekki er sá draumur minni,“ sagði Gestur. Enn sagði Guðrún: „Sá er þriðji draumur minn að ég þóttist hafa gullhring á hendi og þóttist ég eiga hringinn og þótti mér bættur skaðinn. Kom mér í hug að ég mundi þessa hrings lengur njóta en hins fyrri. Síðan þóttist ég falla og vilja styðja mig með hendinni en gullhringurinn kom á stein og stökk í tvo hluta og þótti mér dreyra úr hlutunum. Það þótti mér líkara harmi en skaða. Kom mér þá í hug að brestur hefði verið í hringnum og þegar ég hugði að brotunum, þá þóttist ég sjá fleiri bresti á þeim. Þótti mér þó sem hann mundi vera heill ef ég hefði betur til gætt. Og var eigi þessi draumur lengri.“ Gestur svarar: „Ekki fara í þurrð draumarnir.“ Og enn mælti Guðrún: „Sá er hinn fjórði draumur minn að ég þóttist hafa hjálm á höfði úr gulli og mjög gimsteinum settan. Ég þóttist eiga þessa gersemi. En það þótti mér helst að, að hann var nokkuð þungur svo að ég bar hallt höfuðið. Þó gaf ég hjálminum enga sök á því og ætlaði ég ekki að lóga honum. En þó steyptist hann af höfði mér og út í Hvammsfjörð. Og eftir það vaknaði ég. Eru þér nú sagðir draumarnir allir.“ Gestur sagði að draumarnir merktu allir það sama. Hún mundi eignast fjóra menn. Þann fyrsta mundi hún skilja við, því hefði hún kastað faldinum í vatnið. Silfurhringurinn táknaði mann sem mundi drukkna. Sá þriðji, gullhringurinn, yrði veginn með vopnum. „Muntu þá þykjast glöggt sjá þá þverbresti er á þeim ráðahag hafa verið,“ sagði Gestur. Fjórði maður hennar yrði dreyra merkir að blæða að bera hallt höfuðið þýðir að höfuðið hallast undan þunganum lóga merkir að farga, losa sig við e-ð
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=