Gyðingdómur - Sáttmáli þjóðar
G Y Ð I N G D Ó M U R 8 2 UPPHAF TRÚARINNAR Abraham Gyðingar líta á Abraham sem ættföður sinn. Það gera múslimar einnig. Sjálft nafnið Abraham bendir til þessa hlutverks. Það þýðir „faðir margra.“ Hann var uppi fyrir um það bil 4000 árum í Mesópótamíu (hluti af Írak). Fólkið í landinu trúði á skurðgoð, allir nema Abraham sem hafnaði trú á þau. Samkvæmt frásögn Biblíunnar sagði Guð Abraham að yfirgefa föðurland sitt og halda ásamt fjölskyldu sinni til ókunnugs staðar. Abraham var á faraldsfæti árum saman ásamt fólki sínu þar til þau settust loks að í Kanaanlandi sem var nokkurn veginn á því svæði þar sem Ísrael er í dag. Sáttmálinn Biblían greinir frá því að Guð gerði sáttmála við Abraham. Sátt máli er samningur milli tveggja aðila. Guð hét því að vernda og Drengir í Ísrael hlusta á leikara túlka söguna um Abraham. Búningur leikarans á að líkjast fleim fötum sem Abraham klæddist en hann var hjarðmaður og bjó í sams konar tjaldi og sést á myndinni.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=