Gyðingdómur - Sáttmáli þjóðar
G Y Ð I N G D Ó M U R 6 Á ferðalögum þínum erlendis er ekki ólíklegt að þú hafir hitt gyðinga. Litlar líkur eru hins vegar á því að þú komist í kynni við gyðinga á Íslandi þar sem aðeins nokkrir eru búsettir hérlendis. Útbreiðsla trúarinnar Gyðingar eru taldir vera um 14–18 milljónir talsins í heiminum öllum en það er um 0,04% jarðarbúa. Þetta er ekki há tala þeg ar haft er í huga að gyðingdómur er a.m.k. 3500 ára gömul trúarbrögð, meðal elstu trúarbragða heimsins. Fjöldi gyðinga er mun minni en fylgjenda hindúatrúar, búddhatrúar, kristindóms og islam, en fylgjendur þessara trúarbragða hverra um sig skipta hundruðum milljóna. Gyðingdómur telst þó án nokkurs vafa til helstu trúarbragða mannkyns vegna þess hve áhrif trúarinnar á menningu heimsins eru mikil, ekki síst á Vesturlöndum. Þó svo að Ísrael sé eina landið þar sem gyðingdómur er ríkistrú búa flestir gyðingar í Bandaríkjunum, um 6 milljónir, eða 46% allra gyðinga í heiminum. Í Ísrael búa um 5 milljónir gyðinga. Samfélög gyðinga má finna víða um heim því land þeirra var hertekið hvað eftir annað og íbúarnir herleiddir til margra landa. Í útlegðinni gaf trúin þeim styrk og hélt menningu þeirra við lýði. Það var ekki fyrr en á síðustu öld, eftir meiri hörmungar en nokkur þjóð hefur þurft að líða, að gyðingar stofnsettu loks ríki sitt á ný í Ísrael. „Ég er að læra hebresku til að undirbúa mig fyrir mitt bat mitzvah. Við búum til spjöld með hebresku letri og æfum okkur í að skrifa hebreska stafi. Ég þarf að kunna hebresku því við athöfnina á ég að lesa úr helgiritinu á frummálinu.“ Rebekka er 11 ára og á heima í Reykjavík. Bat mitzvah: Sjá bls. 25.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=