Gyðingdómur - Sáttmáli þjóðar

G Y Ð I N G D Ó M U R 5 1 INNGANGUR Vafalítið hefur þú einhvern tíma heyrt minnst á gyðingdóm í skólanum. Hluti námsefnis í kristnum fræðum fjallar um sögu og kenningar gyðingdóms og kristnir menn líta svo á að gyðingdómur sé undanfari trúar þeirra. Og ef þú fylgist með heimsfréttunum hefur þú örugglega heyrt minnst á gyðinga, fylgjendur trúarinnar, því oft er sagt frá átökum milli þeirra og Palestínumanna í Ísrael. Þú hefur ef til vill lesið um gyðinga sem hafa unnið mikil afrek eða orðið þekktir á sínu sviði: Vísindamanninn Albert Ein­ stein, málarann Marc Chagal, fiðluleikarann Yehudi Menuhin, sálfræðinginn Sigmund Freud, heimspekinginn Karl Marx eða kvikmyndagerðarmennina Woody Allen og Steven Spielberg. Ein frægasta persóna mannkynssögunnar, Jesús Kristur, var fæddur sem gyðingur og einnig allir helstu lærisveinar hans, því hver sá sem á gyðing að móður telst vera gyðingur. Hasidic-gyðingar í Jerúsalem. Þeir tilheyra sértrúarflokki gyðinga, sem varð til í Póllandi á 18. öld. Hreyfingin leggur áherslu á að fylgja fyrirmælum gyðingdóms út í ystu æsar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=