Gyðingdómur - Sáttmáli þjóðar

G Y Ð I N G D Ó M U R 39 Mikilvæg ártöl 2000 f. Kr. Abraham fer til Kanaanlands. 1700–1290 f. Kr. Hebrear (Ísraelsmenn) setjast að í Egyptalandi. 1392 f. Kr. Fæðing Móse. 1312 f. Kr. Móse leiðir Ísraelsmenn út úr Egyptalandi. Boðorðin tíu opinberuð. 1272 f. Kr. Ísraelsmenn leggja Kanaanland undir sig. 1000 f. Kr. Davíð verður konungur. 900 f. Kr. Fyrra musterið rís í Jerúsalem. 598 f. Kr. Musterið eyðilagt. Gyðingar herleiddir til Babýloníu. 538 f. Kr. Gyðingar fá að snúa aftur til Kanaanlands. Seinna musterið reist. 168 f. Kr. Antíokkus Sýrlandskonungur gerir musterið í Jerúsalem að heiðnum helgidómi. 167–164 f. Kr. Uppreisn undir forustu Júdasar Makkabeusar. Jerúsalem er frelsuð og musterið vígt á ný. 63 f. Kr. Rómverjar leggja Palestínu undir sig. 66–70 e. Kr. Gyðingar gera uppreisn gegn Rómverjum. 70 e. Kr. Rómverjar leggja Jerúsalem í rúst. Seinna musterið eyðilagt. 132 e. Kr. Gyðingar gera aðra uppreisn gegn Rómverjum. 135 e. Kr. Uppreisnin er bæld niður. Gyðingum bannað að koma til Jerúsalem. 1939–1945 Seinni heimsstyrjöldin. Milljónir gyðinga láta lífið í útrýmingarbúðum nasista. 1947 Sameinuðu þjóðirnar samþykkja skiptingu Palestínu milli araba og gyðinga. Arabar mótmæla samþykktinni. 1948 Ísraelsríki stofnsett. Ófriður brýst út.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=