Gyðingdómur - Sáttmáli þjóðar
G Y Ð I N G D Ó M U R 38 Pesach (páskar) Pesach er ein mikilvægasta hátíð gyðinga. Hún á rætur sínar að rekja til þess tíma þegar Ísraelsmenn voru þrælar í Egyptalandi. Faraó (konungurinn) neitaði að verða við ósk Móse um að leyfa þeim að yfirgefa landið. Samkvæmt Biblíunni lét Guð þá tíu plágur herja á Egypta. Síðasta plágan var hræðilegust þeirra allra. Engill dauðans fór inn á heimili allra Egypta og drap elsta soninn í hverri fjölskyldu. Hann fór hins vegar framhjá heimilum Ísraels manna, því Móse hafði sagt þeim að auðkenna heimili sín með því að smyrja lambsblóði á útidyrnar. Af þessu er heiti hátíðarinnar dregið, en pesach þýðir „framhjáganga.“ Páskahátíðin hefst með máltíð sem heitir seder. Þegar faðirinn er búinn að blessa vínið og brjóta brauðið, borðar fjölskyldan mat sem er táknrænn fyrir þjáningar Ísra- elsmanna í Egypta landi. Meðan á máltíðinni stendur er saga páskanna lesin úr bók sem heitir Haggadah. Yngsta barnið í fjölskyldunni spyr föður sinn fjögurra spurninga um tilurð hátíðarinnar. Spurn ingarnar og svörin eru alltaf þau sömu. Fyrsta spurningin er þannig: „Hvers vegna er þessi nótt öðruvísi en allar aðrar nætur?“ Faðirinn svarar: „Vér vorum þrælar faraós í Egyptalandi en hinn eilífi Guð vor leiddi oss þaðan sterkri hendi og útréttum armi.“ Í lokin syngur fjölskyldan saman söngva er tengjast páskunum. Vikuna sem hátíðin stendur borða gyðingar aðeins ósýrt brauð til að minnast þess að þegar forfeður þeirra yfirgáfu Egyptaland í miklum flýti gafst þeim ekki tími til að láta degið gerjast. Þess vegna eru páskar líka stundum kallaðir „hátíð hinna ósýrðu brauða“. Rebekka syngur páskasöngva með föður sínum, Michael A. Levin.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=