Gyðingdómur - Sáttmáli þjóðar

G Y Ð I N G D Ó M U R 37 Ester ákvað að taka til sinna ráða til að koma í veg fyrir illan ásetning Hamans. Hún bauð konunginum og ráðherranum til veislu. Haman var upp með sér að vera boðið í veisluna sem hann hélt að væri til heiðurs sér. En honum brá í brún þegar Ester sagði konunginum að líf hennar væri í hættu og að valdamikill maður væri að undirbúa tilræði við hana. Konungurinn bað hana segja sér hver það væri. „Ég held mikið upp á púrím-hátíðina, vegna þess að þá eru allir í svo góðu skapi. Fólkið mætir í sýnagóguna í skrautlegum búningum og allir fá sælgæti. Það er frí í skólanum og við höldum partí með vinum okkar. Svo förum við líka í skrúðgöngu um göturnar.“ Ma’ayan. Ester sagði honum þá að það væri enginn annar en ráðherrann, Haman, sem sat til borðs með þeim. Þannig komst upp um ráðabrugg hans. Gyðingunum var borgið en konungurinn lét þess í stað taka Haman af lífi. Púrím-skrúðganga í stærstu borg Ísraels, Tel Aviv.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=