Gyðingdómur - Sáttmáli þjóðar
G Y Ð I N G D Ó M U R 36 Púrím Í hvert sinn sem nafn Hamans er nefnt í frásögninni lætur fólkið andúð sína í ljós með því að sveifla hrossabresti. Á púrím-hátíðinni er öll Esterarbók, ein af bókum Tenakh (Gamla testamentisins), lesin upphátt í samkunduhúsinu. Í ritinu er sagt frá því hvernig Ester drottning í Persíu bjargaði gyðingum í landinu frá bráðum bana. Ester var gyðingur en eiginmaður hennar, Ahasverus Persa konungur, vissi það ekki því hún hafði leynt hann því. Æðsti ráðherra landins, maður að nafni Haman, leit stórt á sig og krafðist þess að þegnarnir hneigðu sig djúpt fyrir honum í hvert sinn sem þeir mættu honum. Allir gerðu þetta möglunarlaust nema gyðingar, sem vildu ekki hneigja sig fyrir neinum nema Guði. Haman varð öskureiður og ákvað að útrýma öllum gyðingum í landinu fyrir að óhlýðnast sér. Frændi Esterar, Mordecai, var einn þeirra sem neituðu að bugta sig fyrir ráðherranum. Hann hitti Ester á laun og benti henni á að líf allra gyðinga í landinu væri í hættu, þar á meðal hennar eigið.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=