Gyðingdómur - Sáttmáli þjóðar

G Y Ð I N G D Ó M U R 34 Shavuot (viknahátíðin) Shavuot þýðir „vikur.“ Hátíðin er haldin til minningar um það þegar Guð lét Móse hafa boðorðin tíu á Sínaífjalli. Upphaflega var þessi hátíð tengd fyrstu uppskeru ársins. Þess vegna eru sýnagógur skreyttar að innan með gróðri og fólkið borðar mat sem unninn er úr mjólk eins og til dæmis ostakökur. Sukkot (laufskálahátíðin) Laufskálahátíðin stend- ur yfir í níudaga.Húner haldin til minningar um eyðimerkurför Ísraels­ manna frá Egyptalandi til fyrirheitna landsins. Sumar fjölskyldur út- búa laufskála í garðin- um heima hjá sér. Þeir eiga að líkjast laufskál- unum sem gyðingar notuðu í eyðimörkinni. Skálinn er búinn til úr pálmagreinum og skreyttur með ávöxtum og ef til vill pappírsskrauti og sælgæti. Fjölskyldan borðar í skálanum meðan á hátíðinni stendur og ef veður leyfir sofa jafnvel sumir í þeim. Hátíðinni er líka fagnað í sýnagógunni. Hluti guðsþjónustunnar felst í því að fólkið gengur í skrúðgöngu hringinn í kringum samkunduhúsið. Það heldur á pálmagreinum, myrtu, pílvið og etrog, en það er ávöxtur sem líkist sítrónum. Síðasti dagur hátíðarinnar heitir simchat Tóra, sem þýðir „að gleðjast yfir Tóra“. Síðasti kaflinn í fimmtu Mósebók er lesinn í sýnagógunni og í beinu framhaldi er upphafið á fyrstu Mósebók lesið, til merkis um það að orð Guðs endar aldrei. Þegar gengið er með bókrollurnar um samkunduhúsið við lok guðsþjónustunnar dansar fólkið og börn veifa litríkum fánum. Þessi laufskáli líkist þeim sem Ísraelsmenn reistu í eyðimörkinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=