Gyðingdómur - Sáttmáli þjóðar

G Y Ð I N G D Ó M U R 33 Háhelgidagar Gyðingar kalla rosh hashanah (nýársdaginn) og jom kippur (friðþægingardaginn), sem hefst tíu dögum seinna, háhelgidaga, því að á þessu tímabili gera gyðingar sérstakt átak til að lifa í samræmi við lög Guðs og bæta ráð sitt ef þeir hafa gert á hlut einhvers. Á rosh hashanah minnast gyðingar þess að Guð er skapari lífsins. Rabbíni blæs í hrútshorn (shofar á hebresku) í sýnagógunni, til minningar um hrútinn sem Abraham fórnaði í stað sonar síns (fyrsta Móse-bók 22:13). Í musteri gyðinga í Jerúsalem til forna var til siðs að fórna hrúti til að friðþægja þær syndir sem fólkið hafði drýgt. Að friðþægja þýðir að bæta fyrir. Næstu tíu daga eftir nýárshátíðina leggja gyðingar sig fram um að iðrast synda sinna (sjá eftir því sem þeir hafa gert rangt). Ekki eru þó allir siðir sem tengjast þessum tíma grafalvarlegir. Til dæmis gera fjölskyldur það sér til gamans í tilefni nýársdagsins að borða eplabita sem er dýft í hunang. Þessi siður á að gefa fyrirheit um að árið sem er framundan verði árangursríkt og ánægjulegt. Iðrunartímabilinu lýkur á jom kippur, helgasta degi ársins. Þá er þess minnst að menn verða að standa Guði reikningsskil gerða sinna í lífinu. Gyðingar undirbúa sig undir daginn með því að þvo sér í sérstakri laug og fasta í sólarhring. Að fasta þýðir að neita sér um mat. Á jom kippur eru guðsþjónusturnar lengri og með alvarlegra yfirbragði en venjulega. Fólk játar syndir sínar og sérstakar iðrunarbænir eru sagðar. Deginum lýkur með því að rabbíninn blæs aftur í hrútshornið. Blásið í hrútshorn á Rosh Hashanah (nýárshátíðinni).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=