Gyðingdómur - Sáttmáli þjóðar

G Y Ð I N G D Ó M U R 32 8 MERKISDAGAR ÁRSINS Hátíðir og helgidagar ársins mynda það munstur sem fjölskyldulíf gyðinga og samfélagslíf þeirra er ofið úr. Dagatalið Á Íslandi nota flestir gregoríska dagatalið, sem miðast við sólár. Dagatal gyðinga byggist hins vegar á gangi tunglsins. Mán­ uðirnir hefjast á nýju tungli. Fyrsti mánuður ársins heitir Nissan og er í mars eða apríl. Upphaflega voru áramót á fyrsta degi Nissan en þegar gyðingar voru útlagar í Babýlon ákváðu þeir að breyta þessu og miða nýtt ár við uppskeruhátíð sem átti sér stað í sjöunda mánuði ársins, Tishri, en hann hefst í september eða október. Gyðingar miða dagatal sitt við tímann frá sköpun heimsins. Rabbínar komust að því hvenær þetta ætti að hafa gerst með því að leggja saman aldur þess fólks sem greint er frá í Biblíunni, kynslóð fram af kynslóð. Svo dæmi sé tekið, þá samsvarar árið 5765 í dagatali gyðinga árinu 2005 í gregorísku tímatali. Hátíðir og helgidagar Dagatalið inniheldur 13 helgidaga og hátíðir, að frátöldum sabbat (hvíldardeginum). Mikilvægastir þessara daga eru helgidagarnir roshhashanah (nýársdagur) og jomkippur (friðþægingardagurinn) og hátíðirnar shavuot (viknahátíðin), sukkot (laufskálahátíðin), simchat Tóra, hanukkah (ljósahátíðin), púrím og pesach (páskar). Í næsta kafla er sagt stuttlega frá þessum sérstöku dögum. Mánuðir ársins 1. Nissan 2. Iyar 3. Sivan 4. Tammuz 5. Av 6. Elul 7. Tishri 8. Cheshvan 9. Kislev 10. Tevet 11. Shevat 12. Adar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=