Gyðingdómur - Sáttmáli þjóðar
G Y Ð I N G D Ó M U R 31 algengt að konur klæðist þannig við bænagjörð en þekkist þó meðal frjálslyndari safnaða. Mörgum þykir skrítið að sjá hvernig gyðingar beygja sig stöðugt upp og niður eða sveifla líkamanum til hliðanna þegar þeir biðjast fyrir. Með þessu eru þeir að sýna Orði Guðs auðmýkt. Auk þess hjálpar þetta þeim að einbeita sér að bæninni. Hvíldardagurinn Á hverju föstudagskvöldi kemur fjölskyldan saman til að borða hátíðarmat við upphaf hvíldardagsins sabbat. Á undan máltíðinni kveikir móðirin á tveimur kertum og fer með bæn. Faðirinn blessar börnin og tónar vers úr helgiritunum. Hann þakkar Guði fyrir vínið og brauðið. Eftir máltíðina er ekki óalgengt að fjölskyldan nemi helgiritin saman og syngi sálma. Á sabbat eiga gyðingar að taka sér algjöra hvíld frá erli hversdagsins og minnast Guðs. Mikilvægur þáttur í hátíðarhöldunum er að sækja guðsþjónustu í sýnagógunni. Hvíldardagurinn hefur þá sérstöðu að hann er eina hátíðin sem minnst er á í boðorðunum tíu. Fjórða boðorðið hljómar þannig: Minnstu þess, að halda hvíldardaginn heilagan. Sex daga skalt þú erfiða og vinna allt þitt verk, en sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Drottni, Guði þínum. Önnur Mósebók 20:8–10 Móðir kveikir á tveimur kertum við upphaf hvíldardagsins. Stundum fá stúlkur líka að gera þetta.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=