Gyðingdómur - Sáttmáli þjóðar

G Y Ð I N G D Ó M U R 30 minnst á. Hún er ekki eingöngu sögð við jarðarfarir, heldur einnig notuð sem morgunbæn. Margir gyðingar fara líka með amidah sem er þögul bæn. Í þessari bæn er beðið fyrir betri heilsu, visku, vernd og komu Messíasar. Borðbænir eru sagðar bæði á undan og á eftir matnum. Brauðið er blessað með þessum orðum: Blessaður sért þú, ó, Drottinn Guð vor, stjórnandi alheimsins, sem lætur jörðina gefa af sér brauð. Pílagrímur treður bæn, sem hann hefur skrifað á bréfsnepil, inn í glufu á grátmúrnum. Maðurinn hefur sveipaðumsig bænasjali.Neðan­ úr því hanga 613 þræðir sem tákna lögin í Tóra sem gyðingar eiga að fylgja. Á höfðinu er hann með kollhúfu (kippah) til merkis um auðmýkt sína gagnvart Guði. Taktu eftir leðurólinni sem vafin er um vinstri handlegginn og litla hylkinu á enni mannsins. Hann er líka með hylki á vinstri handleggnum en það sést ekki á myndinni. Hylkin innihalda shema-bænina og tvær ritningar úr annarri Mósebók. Karlmenn setja þetta á sig við guðsþjónustur í samræmi við fyrirmæli úr helgiritunum. Siðurinn minnir þá á að halda sáttmála Guðs. Bænabók gyðinga heitir siddur. Þegar karlmenn biðjast fyrir sveipa þeir um sig bænasjali og hafa kollhúfu (kippah) á höfðinu. Kollhúfan er oft skreytt með trúartáknum gyðinga, eins og til dæmis Davíðsstjörnunni eða sjö arma ljósastjaka. Það er ekki eins

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=