Gyðingdómur - Sáttmáli þjóðar

G Y Ð I N G D Ó M U R 29 7 HEIMILIÐ Margar trúarathafnir fara fram innan veggja heimilisins. Foreldrar kenna börnunum sínum að fara með bænir og lesa helgiritin. Hvíldardagurinn, sabbat, er haldinn hátíðlegur einu sinni í viku í faðmi fjölskyldunnar. Aðrar hátíðir og helgidagar setja einnig mikinn svip á fjölskyldulífið. Bænalíf Þegar börnin fara að sofa á kvöldin segja foreldrar þeirra bænir með þeim. Þannig læra börnin að meta trúararfleifð foreldra sinna. Karlmenn eiga að biðjast fyrir þrisvar á dag, á morgnana, eftir hádegi og á kvöldin en konum er ekki skylt að gera það. Ef gyðingar geta ekki farið í sýnagóguna til að biðjast fyrir, biðjast þeir fyrir heima hjá sér. Mikilvægasta bænin heitir shema. Hún er nokkurs konar trúarjátning gyðinga. Trúin á einn Guð kemur skírt fram í bæninni, en textinn er tekinn úr fimmtu Mósebók. Bænin hefst þannig: Heyr Ísrael! Drottinn er vor Guð; hann einn er Drottinn. Þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum mætti þínum. (Fimmta Mósebók 6: 4–5) Rebekka snertir lítið helgiskrín, svonefnt mezuzah, um leið og hún gengur inn um útidyrnar á heimili sínu. Samskonar helgiskrín eru hengd á dyrakarmana í öllum herbergjum hússins, samkvæmt fyrirmælum í Tóra, aðal helgiriti trúarinnar. Hylkið inniheldur skrautritað blað með shema-bæninni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=