Gyðingdómur - Sáttmáli þjóðar

G Y Ð I N G D Ó M U R 28 Andlát Við jarðarför fer rabbíni með bænir og minnist hins látna. Um leið og kistan er sett í gröfina tónar hann kaddish, bæn fyrir hinum látnu. Lífið í þessum heimi er álitið vera undirbúningur undir líf í næsta heimi eins og eftirfarandi orð rabbínans Jak­ obs vitna um: „Þessi heimur er eins og anddyri. Undir­ búðu þig í anddyrinu svo að þér verði hleypt inn í salinn. Betri er ein stund yfirbótar og góðra verka en allt lífið í komandi heimi og betri er ein sælustund í næsta heimi en allt líf þessa heims.“ Matarvenjur Rabbíninn þarf líka að fræða meðlimi safnaðarins um lög trúarinnar og útskýra þau. Dæmi um slík lög eru fyrirmæli varðandi hvers konar mat gyðingar mega borða. Maturinn verður að vera „kosher“, sem merkir að hann sé leyfilegur samkvæmt þeim ritningartextum í Mósebókunum sem fjalla um mataræði. Gyðingar mega borða alls konar grænmeti og ávexti en bara sumt kjöt. Til dæmis mega þeir ekki borða svínakjöt. Ekki má blanda saman kjöti og mjólkurvörum. Þegar dýr eru aflífuð verður að gera það á sérstakan hátt, svo að þau þjáist sem minnst. Annars eru þau ekki „kosher“. Ef upp koma vafaatriði er það rabbínans að skera úr um það. Rabbínar fylgjast líka með því að matsölustaðir sem auglýsa að þeir selji eingöngu „kosher“ mat geri það í raun og veru. Jarðarför á Olífufjallinu. Gyðingar sækjast eftir því að vera grafnir þarna, því grafreiturinn er aðeins steinsnar frá borgarmúrum Jerúsalem.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=