Gyðingdómur - Sáttmáli þjóðar

G Y Ð I N G D Ó M U R 27 Hjónavígslur Hjónavígsla undir berum himni í Ísrael. Skeggjaði maðurinn til hægri á myndinni er rabbíninn sem gefur brúðhjónin saman. Eitt af ánægjulegustu störfum rabbínans er að gefa fólk saman. Hjónavígsla heitir kiddushin á hebresku sem þýðir heilagt, því gyðingar líta svo á að hjónabandið sé heilög stofnun. Til merkis um það þarf brúðguminn að skrifa undir skjal þar sem hann heitir því að annast vel um verðandi konu sína. Áður fyrr var vígslan oftast haldin utan dyra en nú á tímum er algengast að hún eigi sér stað í sýnagógu. Vígslan fer fram undir litlum tjaldhimni. Hann er tákn fyrir heimilið sem brúðhjónin ætla að stofna. Athöfninni lýkur með því að brúðguminn setur glas á gólfið og brýtur með því að stíga ofan á það. Ekki er vitað með vissu hvers vegna þetta er gert. Ein kenningin er sú að þetta eigi að minna brúðhjónin á eyðileggingu musterisins í Jerúsalem.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=