Gyðingdómur - Sáttmáli þjóðar
G Y Ð I N G D Ó M U R 26 lífi drengsins er haldin sérstök guðsþjónusta í sýnagógunni þar sem hann fær í fyrsta sinn að lesa upphátt úr Tóra fyrir söfnuðinn. Helgiritið er skrifað á hebresku og þarf drengurinn því að geta lesið hebreskt letur og borið málið skammlaust fram. Hann þarf líka að geta svarað spurningum um trúna sem rabbíninn leggur fyrir hann við athöfnina. Drengur inn sækir tíma hjá rabbínanum mánuðum saman til að undirbúa sig fyrir daginn. Gyðingastúlka verður bat mitzvah, dóttir lögmálsins, við tólf ára aldur. Strangtrúarsöfnuðir leyfa stúlkum ekki að lesa upphátt úr Tóra við þetta tækifæri, því samkvæmt hefðinni eru það eingöngu karlmenn sem mega gera það. Íhaldsömustu söfnuðirnir halda jafnvel ekkert upp á þennan dag þar sem hans er ekki getið í Tóra. Meðal frjálslyndari safnaða fá stúlkur hins vegar að lesa úr helgiritunum á sama hátt og drengir þegar þær eru orðnar 13 ára. Sumir söfnuðir hafa auk þess sérstaka athöfn fyrir ungmennin þegar þau eru orðin 16 ára. Við þá athöfn staðfesta þau trú sína frammi fyrir söfnuðinum. „Ég undirbjó mig í tvo mánuði fyrir mitt bar mitzvah. Ég sótti 10 tíma hjá rabbínanum og hann kenndi mér að tóna úr Tóra. Eitt af fögunum í skólanum mínum fjallar líka um Biblíuna og ég verð að standast erfitt próf í lok námsins.” Sahar, 13 ára. Bar mitzvah athöfn í sýnagógu í Tel Aviv, Ísrael.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=