Gyðingdómur - Sáttmáli þjóðar

G Y Ð I N G D Ó M U R 25 út úr skápnum og lesið úr þeim. Nýr kafli er lesinn í hvert sinn þar til lokið er við allt helgiritið, þá er byrjað að nýju. Rabbínar Leiðtogi safnaðarins kallast rabbíni sem þýðir „meistari minn“. Starf hans er ekki ósvipað starfi prestsins í kristinni kirkju. Rabbíninn stjórnar guðsþjónustum, flytur predikanir, fræðir börn og unglinga um trúna og annast margs konar helgiathafnir. Venju­ lega mega aðeins karlar gegna starfi rabbína en í seinni tíð hafa konur einnig fengið að taka að sér þetta starf hjá framsæknustu söfnuðunum. „Hlutverk mitt sem rabbíni er að leiða söfnuðinn, samfélag fólks sem vill starfa saman og biðja saman. Ég sé um að skipuleggja safnaðarstarfið og veita fólki svör við andlegum spurningum þess um gyðingdóm. Auk þess stjórna ég ýmsum helgiathöfnum, svo sem hjónavígslum og jarðarförum.“ Á sunnudögum og stundum eftir skóla á virkum dögum sækja börn gyðinga kennslustundir sem rabbíninn annast í sýnagógunni. Þau nema Tóra, læra hebresku, svo að þau geti lesið helgiritin á frummálinu, og fræðast um sögu gyðinga. Bar/Bat mitzvah (fermingin) Þegar gyðingadrengur nær 13 ára aldri verður hann bar mitzvah, sonur lögmálsins sem þýðir að nú er hann orðinn nógu gamall til að halda öll fyrirmæli Guðs. Í tilefni af þessum tímamótum í Meir Azari er rabbíni við sýnagógu í Tel Aviv.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=