Gyðingdómur - Sáttmáli þjóðar
G Y Ð I N G D Ó M U R 24 6 SÝNAGÓGAN (samkunduhúsið) Þessi stóra sýnagóga er í nýrri hluta Jerúsalemborgar. Bænahús gyðinga heitir sýnagóga sem þýðir samkunduhús. Eins og nafnið bendir til eru sýnagógur hjarta safnaðarlífsins. Þær hafa gegnt lykilhlutverki í að varðveita menningu gyðinga í gegnum aldirnar. Þegar musterið í Jerúsalem var lagt í rúst af Rómverjum árið 70 eftir Krist og Ísraelsmenn hraktir í burtu frá ættjörð sinni, ákváðu leiðtogar þeirra að reisa sýnagógur í þeim löndum þar sem hópar gyðinga höfðu sest að svo að þeir gætu haldið áfram að koma saman til guðsþjónustu. Engar sérstakar reglur eru til um það hvernig sýnagógur eigi að líta út að utan. Þær er yfirleitt lagaðar að byggingarstíl hvers lands fyrir sig. Að innanverðu eru þær hins vegar svipaðar í öllum meginatriðum. Á veggnum sem veit til Jerúsalem er stór skápur. Hann inniheldur handskrifuð eintök af Tóra (Mósebókunum) sem eru vafin upp á kefli. Þetta eru mestu dýrgripir sýnagógunnar og þeim er sýnd mikil lotning. Við guðsþjónustur eru handritin tekin
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=