Gyðingdómur - Sáttmáli þjóðar
G Y Ð I N G D Ó M U R 23 Pílagrímar lesa úr helgiritum og biðjast fyrir við grátmúrinn. Kynin eru höfð aðskilin við bænargjörðina. Karlarnir eru vinstra megin og konurnar hægra megin. Pílagrímarnir tóna vers úr helgiritunum við grátmúrinn og fara með bænir. Á hátíðum og helgidögum trúarinnar fjölmenna gyðingar að þessum stað. Margir pílagrímar heimsækja líka grafhýsi Davíð konungs, sem einnig er innan gömlu borgarmúranna. Grafhýsi ættfeðranna í Hebron er næst helgasti staður gyðinga. Þar er talið að ættfeður gyðinga, þeir Abraham, Ísak og Jakob, séu grafnir. Abraham var faðir Ísaks, sem var faðir Jakobs. Ættmæður gyðinga munu einnig vera grafnar þarna, þær Sara, eiginkona Abrahams, Rebekka, kona Ísaks og Lea, eiginkona Jakobs. Í Ísrael er fjöldi annarra staða sem tengjast sögu gyðingdóms, svo sem gröf ættmóðurinnar Rakelar í Betlehem. Davíð konungur fæddist einnig í þeirri borg. Davíð konungur var mikið sálmaskáld. Drottinn er minn hirðir mig mun ekkert bresta. Úr 23. Davíðssálmi Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum. Úr 119. Davíðssálmi
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=