Gyðingdómur - Sáttmáli þjóðar

G Y Ð I N G D Ó M U R 22 5 HELGISTAÐIR „Veröldin er gædd tíu greinum fegurðar og af þeim tíu hafi níu fallið Jerúsalem í skaut.“ Þessi orð eins fræðimanns gyðinga lýsa ágætlega þeirri lotningu sem gyðingar bera fyrir borginni en innan hennar er helgasti staður þeirra, musterishæðin, þar sem bæði fyrra og seinna musterið stóð. Borgin er einnig mjög heilög í augum kristinna manna og múslima. Musterishæðin í Jerúsalem. Þar eru nú tvær miklar moskur, guðshús múslima. Vesturveggurinn er það eina sem eftir er af gamla musterinu. Hann er betur þekktur sem grátmúrinn því pílagrímarnir sem biðjast þar fyrir kveina og fella tár þegar þeir fara með bænir sínar. Þeim verður ef til vill hugsað til fyrri kynslóða sem þráðu að komast til Jerúsalem en var meinað um það. Einn pílagrímanna lýsti þannig reynslu sinni þegar hann kom fyrst að grátmúrnum: „Þegar ég lagði hendurnar á þennan stórfenglega helgidóm forfeðra minna, fann ég streyma um mig ljós og orku á þann hátt sem ég hafði aldrei upplifað áður. Á þessu augnabliki fann ég til samstöðu með gyðingum á öllum tímabilum sögunnar.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=