Gyðingdómur - Sáttmáli þjóðar

G Y Ð I N G D Ó M U R 20 Ljós fyrir þjóðirnar Ísraelsmenn líta svo á að Guð hafi valið þá úr öllum heiminum til að vera „ljós fyrir þjóðirnar“ (Jesaja 49:6). Þeir byggja þetta meðal annars á þessum orðum Móse: Því að þú ert Drottni Guði þínum helgaður lýður. Þig hefir Drottinn Guð þinn kjörið til að vera eignarlýður hans umfram allar þjóðir sem eru á yfirborði jarðarinnar. (Fimmta Mósebók 7:6) Í helgiritunum er fjallað um ýmis atriði sem eiga að einkenna þá sem eru „eignarlýður Guðs“. Góðvild við ókunnuga er þar efst á blaði: Eigi skalt þú hefnisamur vera né langrækinn við samlanda þína en þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ég er Drottinn. (Þriðja Mósebók 19:18) Fróðleiksmoli: Þegar gyðingar heilsast segja þeir: shalom sem þýðir friður á hebresku. Menn eiga að sýna kærleika sinn í verki með því að vera örlátir í garð annarra: Þú skalt fúslega upp ljúka hendi þinni fyrir bróður þínum, fyrir þurfamanninum og hinum fátæka í landi þínu. (Fimmta Mósebók 15:11) Til að uppfylla þessar skyldur eiga gyðingar að gefa 10% tekna sinna til líknarmála. Á mörgum heimilum gyðinga er lítið box, svonefnt „tzedaka“ sem þýðir örlæti á hebresku. Peningarnir sem settir eru í boxið renna til líknarmála. Foreldrarnir hvetja börnin sín til að gefa reglulega í þennan sjóð. Þannig venjast börnin snemma á að hugsa um þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=