Gyðingdómur - Sáttmáli þjóðar
G Y Ð I N G D Ó M U R 19 Samkvæmt Biblíunni mun Elía spámaður koma á undan frelsaranum til að ryðja brautina fyrir hann. Annað tákn fyrir komu hans er að þá verður gyðingum aftur safnað saman í fyrirheitna landinu. Þar sem gyðingar trúa ekki að Messías sé kominn neita sumir strangtrúaðir gyðingar að viðurkenna tilvist Ísraelsríkis. Margir gyðingar eru líka sannfærðir um að þegar frelsarinn kemur muni musteri Salómons verða endurbyggt og dauðir muni rísa upp úr gröfunum. Friður muni ríkja í heiminum og allir menn lúta Guði, samanber orð Jesaja sem spáði því að á dögum Messí asar mundu þjóðir heimsins: „smíða plógjárn úr sverðum sínum og gagnlega hluti úr spjótum sínum.“ (Jesaja 2:4) ... „því að jörðin er full af þekkingu á Drottni, eins og djúp sjávarins er vötnum hulið.“ (Jesaja 11:9) Gyðingar höfnuðu því að Jesú Kristur væri Messías því hann uppfyllti ekki spádóma helgiritanna að þeirra mati. Hann hefði til dæmis ekki verið konungur og ófriður hefði ríkt á dögum hans en ekki friður. Á múrnum sem umlykur gamla hluta Jerúsalem eru mörg hlið inn í borgina. Hliðið á austurveggnum kallast náðarhliðið. Það er ekki lengur í notkun og hefur verið lokað. Margir gyðingar trúa því að Messías muni fara inn um þetta hlið þegar hann kemur. Þeir byggja það á orðum Esekíels spámanns, sem sá „Dýrð Drottins“ fara inn um hliðið sem til austurs vissi (Esekíel 40:6).
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=