Gyðingdómur - Sáttmáli þjóðar

G Y Ð I N G D Ó M U R 18 rit, að undanskildu Tóra, hefur haft eins mótandi áhrif á samfélag gyðinga. Efni þess fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur lífi gyðinga. Þar er líka að finna ýmsan hollan siðaboðskap, eins og þennan: Hver er hugrakkasta hetjan? Sá sem breytir óvini í vin. Haggadah er dæmi um aðra bók sem er mikið notuð við trúarathafnir. Í henni er fjallað um brottförina frá Egyptalandi. Fræðimenn söfnuðu einnig saman fróðleik um dulræn málefni. Úr því varð ritið Kabbalah. Viska rabbínanna Frægir rabbínar nutu mikillar virðingar fyrir þekkingu sína og visku. Ben Zoma var einn þeirra. Eftir honum er þetta haft: Hver er vitur? Sá sem lærir af hverjum manni. Hver er auðugur? Sá sem er ánægður með hlutskipti sitt. Barúk rabbíni þótti hafa mikið innsæi eins og eftirfarandi saga ber með sér: Sonarsonur Barúks var einu sinni í feluleik með öðrum dreng. Hann faldi sig og beið í langa hríð. Hann hélt leikbróður sinn vera að leita að sér án árangurs. Þegar hann hafði beðið mjög lengi, kom hann fram úr felustaðnum en sá hvergi hinn drenginn. Hann komst að því að félagi hans hafði aldrei leitað hans. Þá fór hann til afa síns og kvartaði yfir því hve drengurinn hefði verið vondur við sig. Við það táraðist rabbíninn og sagði: „Svo mælir Guð líka: Ég hyl mig en enginn vill leita mín.“ Messías Í helgiritunum eru fyrirheit um að Guð muni senda mannkyni mikinn frelsara. Gyðingar trúa því að hann muni setjast í hásæti Davíðs og leiða þá til sigurs gegn óvinum þeirra. Þeir kalla þennan konung Messías en það þýðir hinn smurði á hebresku. Nafngiftin vísar til þess að þegar konungar gyðinga voru krýndir voru höfuð þeirra smurð í olíu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=