Gyðingdómur - Sáttmáli þjóðar

G Y Ð I N G D Ó M U R 17 spámaður bendir til spáðu þeir fyrir um framtíðina. Rit Jesaja, Jeremía og Esekíel, eru stærst þessara rita. Ketuvim (Ritin) Síðasti hluti Tenakh (biblíu gyðinga) heitir Ketuvim eða Ritin. Þetta eru alls 13 bækur sem innihalda ljóð, söngva, sögulegar frásagnir og orðspeki. Dauðahafsritin Árið 1947 var smalastrákur að leita að týndri geit í Kumran, nálægt Dauðahafinu í Ísrael. Á þessu svæði eru margir hellisskútar. Strákurinn henti steini inn í einn hellinn til að athuga hvort geitin væri þar. Þá heyrði hann undarlegt brothljóð. Hann fór inn í hellinn til að athuga hvernig stæði á þessu. Steinninn hafði hæft krukku sem var full af fornum handritum. Við hlið hennar voru margar aðrar krukkur, sem einnig innihéldu handrit. Fræðimenn rannsökuðu handritin og komust að því að þau voru skrifuð á árunum 168–50 fyrir Krist. Þetta eru elstu handrit sem til eru af hebresku Biblíunni. Í dag eru þau varðveitt í safni í Jerúsalem. Rit rabbína og fræðimanna Meðal gyðinga varð snemma til hópur fræðimanna og andlegra kennara, svonefndra rabbína, sem eyddu lífi sínu í að nema helgiritin og útskýra þau. Hugleiðingum þeirra var safnað sam­ an í margar bækur. Þekktasta ritið heitir Talmúd. Það er lagasafn með útskýringum sem fræðimenn gyðinga hafa samið. Ekkert

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=