Gyðingdómur - Sáttmáli þjóðar

G Y Ð I N G D Ó M U R 16 Fyrsta Mósebók greinir frá sköpun jarðarinnar og mannkynsins. Að lokinni frásögninni af Nóa og syndaflóðinu er kastljósinu beint að ættfeðrunum: Abraham, Ísak og Jakobi. Í annarri Mósebók er sagt frá því hvernig Móse bjargaði gyðingum úr þrældómi í Egyptalandi og leiddi þá áleiðis til fyrirheitna landsins. Ævi Móse er rakin og sagt frá ætlunarverki hans. Samkvæmt frásögn Biblíunnar valdi Guð Móse til að flytja Ísraelsmönnum boðskap sinn svo að þeir mættu lifa samkvæmt vilja hans. Köllun Móse náði hápunkti sínum á Sínaífjalli þegar Guð ávarpaði hann og lét hann fá boðorðin tíu. Þetta voru þó ekki einu boðorðin eða lagafyrirmælin sem Guð opinberaði Móse. Þau eru í raun og veru 613 talsins og eru á víð og dreif um Tóra. Þriðja og fjórða Mósebók innihalda mörg þessara lagafyrirmæla. Í fimmtu og síðustu Mósebók eru helstu atriði trúarinnar dregin saman og sagt frá andláti Móse. Kjarni gyðingdóms Fræðimaðurinn Hillel var uppi um árið 70 f. Kr. Hann nam helgiritin af miklu kappi. Dag einn kom maður nokkur að máli við Hillel. Þessi maður trúði ekki á Tóra og ætlaði að hæðast að trúnni. Hann sagði við Hillel: „Fræddu mig um Tóra á jafn skömmum tíma og ég get staðið á öðrum fæti. Ef þú getur það þá skal ég játa gyðingdóm.“ Hillel tók hann á orðinu og svaraði: „Það sem þér er á móti skapi skaltu ekki gera náunga þínum. Þetta er kjarninn í Tóra. Allt annað eru útskýringar.“ Mannin­ um fannst svo mikið til um svarið sem Hillel gaf honum að hann fór að nema helgiritin og gerðist að lokum gyðingur. Nevi’im (Spámennirnir) Nevi’im inniheldur bækur spámannanna. Hér er átt við ýmsa spámenn sem leiðbeindu fólkinu eftir daga Móse. Þeir eru ekki taldir jafnir Móse en gegndu samt mikilvægu hlutverki. Þeir voru nokkurs konar samviska fólksins – brýndu fyrir því að halda sáttmálann sem Móse hafði gert við Guð og ávítuðu þjóðina ef þeir töldu að hún væri að villast af réttri braut. Líkt og orðið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=