Gyðingdómur - Sáttmáli þjóðar

G Y Ð I N G D Ó M U R 15 4 HELGIRIT Gyðingar eru stundum kallaðir „fólk bókarinnar.“ Bókin sem hér um ræðir er Tenakh, biblía gyðinga. Kristnir menn kalla Tenakh Gamla testamentið en það þykir gyðingum ónefni, því þeir líta svo á að þeirra helgirit séu ekki gömul heldur síung. Tenakh samanstendur af 36 bókum, sömu ritunum og í Gamla testamentinu, en í annarri röð. Tenakh, sem er líka stundum kallað hebreska biblían, skiptist í þrjá meginhluta: Tóra (Mósebækurnar), Nevi’im (Spámennirnir) og Ketuvim (Ritin). Nafnið Tenakh er dregið af upphafstöfum þessara þriggja rita: T N og K. Sproti er notaður við lestur Tóra til að vernda ritið gegn óhreinindum. Tóra (Mósebækurnar) Orðið Tóra þýðir kenning eða kennsla. Það er mikilvægasta helgiritið í hebresku biblíunni, því það inniheldur þann boðskap sem Móse flutti þjóðinni frá Guði. Tóra rekur auk þess ævi Móse og sögu gyðinga allt til þess tíma er þeir koma að landamærum fyrirheitna landsins, Kanaan. Bækur Móse eru fimm talsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=