Gyðingdómur - Sáttmáli þjóðar

G Y Ð I N G D Ó M U R 14 Fólkið var þarna í tvö ár en þá fundu nasistar felustaðinn og sendu þau öll í útrýmingarbúðir. Anna dó í fangabúðunum, tveimur mánuðum áður en styrjöldinni lauk, aðeins 16 ára að aldri. Faðir Önnu, Ottó Frank, var sá eini af fjölskyldunni sem lifði fangabúðirnar af. Eftir heimkomuna fann Ottó dagbók dóttur sinnar í húsinu í Amsterdam. Hún hafði skrifað hugrenningar sínar í bókina á hverjum degi sem þau dvöldu í húsinu. Einn daginn skrifaði hún: „Þrátt fyrir allt, trúi ég því að fólk sé í eðli sínu gott.“ Dagbók Önnu Frank var gefin út til minningar um hana og aðra gyðinga sem létu lífið í útrýmingarbúðunum. Hún hefur verið þýdd á fjölda tungumála, þar á meðal íslensku. Stofnun Ísraelsríkis Þjáningar gyðinga vöktu marga til meðvitundar um mikilvægi þess að gyðingar eignuðust sitt eigið land, til að koma í veg fyrir að slíkar ofsóknir endurtækju sig. Hugsjóna­ menn meðal gyðinga, svonefndir síonistar, börðust fyrir því að gyðingar fengju að stofnsetja ríki sitt í Palestínu, föðurlandi gyðinga til forna. Eftir að styrjöldinni lauk með ósigri nasista var æðsta alþjóðastofnun heimsins, Sam­ einuðu þjóðirnar, sett á fót til að vinna að friði í heiminum. Ein af fyrstu ályktunum samtakanna var að heimila gyðingum að stofna sitt eigið ríki í Palestínu þar sem margir gyðingar höfðu sest að. Gyðingar lýstu yfir stofnun þess árið 1948 og kölluðu ríkið Ísrael. Brátt tóku gyðingar víðs vegar að úr heiminum að flykkjast til nýja ríkisins. Fáni Ísrael blaktir yfir fornum múrum Jerúsalem. Sexhorna stjarnan sem prýðir fánann er oft kölluð Davíðs-stjarnan. Samkvæmt arfsögnum átti Davíð konungur skjöld með þessari stjörnu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=