Gyðingdómur - Sáttmáli þjóðar

G Y Ð I N G D Ó M U R 12 3 FYRIRHEITNA LANDIÐ Líkan af musteri Salómons í Jerúsalem. Þegar Ísraelsmenn voru komnir aftur til Kanaanlands hófst mikið framfaraskeið í sögu þeirra. Það náði hámarki með valdatíma Davíðs konungs sem gerði Jerúsalem að höfuðborg ríkisins. Sonur hans, Salómon, var einnig farsæll konungur. Hann lét reisa glæsilegt musteri í höfuðborginni þar sem Guð Ísraelsmanna var tilbeðinn. Eftir daga Salómons klofnaði ríkið í tvennt. Óvinaherir réðust inn í landið, eyðilögðu musterið og ráku gyðingana í útlegð. Um það bil 200 árum síðar fengu þeir að snúa heim til sín og byggja musterið á ný. En þó að Ísraelsmenn væru komnir aftur til „fyrirheitna landsins“, landsins sem Guð hafði heitið afkomendum Abrahams og Móse hafði leitt þá til eftir ánauðina í Egyptalandi, gátu þeir sjaldan um frjálst höfuð strokið því ýmsar þjóðir ásældust landið. Árið 70 e. Kr. gerðu gyðingar uppreisn gegn Rómverjum, sem höfðu ráðið yfir landinu í rúmlega öld. Uppreisnin var bæld niður með harðri hendi. Jerúsalem var lögð í rúst og seinna musterið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=