Gyðingdómur - Sáttmáli þjóðar

G Y Ð I N G D Ó M U R 11 Boðorðin tíu Þegar Ísraelsmenn höfðu ver­ ið um þrjá mánuði á göngu í eyðimörkinni, eftir að þeir fengu að yfirgefa Egyptaland, komu þeir að Síonfjalli. Þar á Guð að hafa talað við Móse og opinberað honum boðorðin tíu. Framar var minnst á fyrsta boðorðið. Hér koma nokkur boðorð til viðbótar sem skipta miklu máli í mannlegum samskiptum: • Heiðra skaltu föður þinn og móður. • Þú skalt ekki stela. • Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum. GuðopinberaðiMóseýmsaraðrarkenningaroglögaukboðorðanna tíu. Þegar Móse kom ofan af fjallinu sagði hann Ísraelsmönnum að þeir yrðu að hlýða þessum boðskap ef þeir vildu halda sáttmálann við Guð. Þetta minnir á sáttmálann sem Guð gerði við Abraham: Ef fólkið lýtur leiðsögn Guðs mun því vel farnast en ef það brýtur sáttmálann mun Guð refsa því harðlega. Guð lofaði jafnframt að senda fólkinu annan boðbera, eins og Móse, þegar það þyrfti á því að halda í framtíðinni. Ég vil upp vekja þeim spámann meðal bræðra þeirra, slíkan sem þú ert, og ég mun leggja honum mín orð í munn, og hann skal mæla til þeirra allt það, er ég býð honum. (Fimmta Mósebók 18:18) Móse leiddi þjóð sína að landamærum Kanaanlands en þá komust Ísraelsmenn að því að íbúar landsins vörnuðu þeim inngöngu. Eftir 40 ára dvöl í eyðimörkinni tókst þeim loks að brjótast inn í landið undir forustu Jósúa sem varð leiðtogi gyðinga eftir andlát Móse. Boðorðin tíu voru rituð á hebresku, eins og flest helgirit gyðinga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=