Gyðingdómur - Sáttmáli þjóðar

G Y Ð I N G D Ó M U R 10 Hebrear voru þrælar í Egyptalandi í 400 ár. Móse, sem sjálfur var hebrei, kom þeim til bjargar og tókst að telja faraó á að gefa þeim leyfi til að yfirgefa landið og halda aftur til Kanaanlands. En Móse var ekki aðeins leiðtogi hebreanna. Guð ætlaði honum enn stærra hlutverk. Hann valdi Móse sem sendiboða sinn til að flytja mannkyni nýjan boðskap og ný lög. Gyðingdómur byggist að miklu leyti á kenningum Móse. Því má líta á hann sem stofnanda gyðingdóms. Arfsögn um Móse Um tíma var Móse hjarðmaður. Dag einn þegar hann var að gæta kinda úti í haga hljóp eitt lambið í burtu. Móse var lengi að eltast við það. Að lokum náði hann því þar sem það var að drekka úr læk. Hann sá að lambið var mjög þreytt eftir eltingarleikinn. Hann setti það á axlir sér og gekk með það aftur til hjarðarinnar. Þegar Guð sá þetta, ákvað hann að fela Móse að sjá um hjörð sína, þjóð Ísraels.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=