Gyðingdómur - Sáttmáli þjóðar
G Y Ð I N G D Ó M U R 9 blessa Abraham og afkomendur hans en í staðinn yrðu þeir að hlýða lögum Guðs og vera trúir orði hans. Helgisögn um Abraham Faðir Abrahams, Terah, bjó til og seldi styttur af skurðgoðum. Abra ham trúði ekki á skurðgoð, hann trúði á einn Guð. Dag einn þurfti Terah að skreppa frá og bað son sinn að líta eftir búðinni. Þegar faðir hans var farinn tók Abraham sleggju og mölvaði öll skurðgoðin nema stærstu styttuna. Faðir hans varð ævareiður þegar hann sá skurðgoðin í brotum á gólfinu. „Hvað ertu búinn að gera? Hvers vegna eyðilagðir þú skurðgoðin mín?“ Abraham sagði honum að skurðgoðin hefðu lent í slagsmálum og stærsta skurðgoðið hefði mölvað þau minni. „Láttu ekki eins og kjáni,“ sagði faðirinn. „Ég bjó þessi skurðgoð til. Þau eru ekki lifandi. Þau geta ekki gert neitt.“ Þá leit Abraham fast á föður sinn og sagði: „Af hverju ertu þá að tilbiðja þau?“ Móse Móse var alinn upp við hirð faraó en svo nefndist konungurinn í Egyptalandi. Þá höfðu hebrear, sem seinna voru kallaðir gyðingar, verið þrælar í landinu í 400 ár. En upphaflega komu þeir til landsins sem frjálsir menn. Þeir höfðu yfirgefið Kanaanland vegna hungursneyðar og sest að á frjósömu svæði í norðurhluta Egyptalands. Hebreunum gekk allt í haginn þar til faraó nokkur, sem stóð stuggur af þeim, komst til valda og hneppti þá í þrældóm. Dóttir faraó tók Móse í fóstur og ól hann upp sem sinn eigin son.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=