Geitur í garðinum

32 Þegar Gvendólína sá mig stóð hún upp frá hænunum og kom til mín. Og eins og venjulega rak hún litlu hornin sín í mig og eins og venjulega var það dálítið sárt. Ég veit núna að svona lítil horn eru kölluð hnýflar. En svo stækka þau og Gvendólína fær alveg jafn stór horn og foreldrar hennar. Skyndilega stökk önnur hænan upp á Gvendólínu sem tók á rás með hana um garðinn. En þegar hún fór líka að hoppa og skoppa þá leist hænunni ekki á blikuna og flögraði burt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=