Geitur í garðinum

17 Stóru geiturnar voru farnar að nudda saman hornunum. – Eru þær að slást? spurði Litli-Nói. – Nei nei, þau eru bara að láta vel hvort að öðru, sagði Tómas. – Eru þetta pabbi og mamma Gvendólínu? – Einmitt, sagði Tómas gamli og svo sagði hann okkur að kvengeit væri kölluð huðna , karlgeitin kallaðist hafur og litla geitin, afkvæmi þeirra, væri … – Kiðlingur! sagði ég, því ég hafði einhvern tíma lesið bók um kiðling. – Alveg rétt, sagði Tómas. – Kiðlingur, hafur og hu … hu …? – Huðna, sagði Litli-Nói. Það er nú dálítið skrítið orð. Ég skoðaði stóru geiturnar betur. – Ertu viss um að þetta séu ekki tveir hafrar? spurði ég svo. – Af hverju heldurðu það? spurði Tómas. Hvað kallast kvengeit? En karlgeit?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=