Geitur í garðinum

14 Þá heyrðum við kindur jarma. En þegar við komum fyrir húshornið sáum við að þetta voru ekki kindur. Þetta voru GEITUR! Tvær geitur sem voru að bíta gras. Nei, ÞRJÁR geitur! Því ég sá að lítil geit var búin að klifra upp í gamlan, ónýtan jeppa og sat í sætinu eins og bílstjóri. Við Nói urðum svo hissa að við stóðum bara og göptum. Þegar geiturnar tvær sáu okkur hættu þær að bíta grasið og komu hlaupandi til okkar. Hornin á þeim voru alveg risastór. Mér leist ekkert á þetta. Ætluðu þær að stanga okkur? En þær hlupu til Tómasar og Gamla-Nóa sem klöppuðu þeim vingjarnlega. Hvers vegna varð Sunna hrædd við geiturnar?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=