Geitur í garðinum

9 Fjólublár barnavagn, sem hann breytti í sláttu- vél, ryðgaður traktor, stýrishús af gamalli trillu og ýmislegt fleira sem gaman er að skoða og leika sér í. En nágrannarnir eru víst ekki mjög ánægðir og segja að þetta sé bara ljótt drasl og rusl sem eigi að henda. Gamli-Nói hendir hins vegar engu. Hann segir að enginn hlutur sé svo illa farinn að ekki megi nota hann í glæsilegar uppfinningar. Það hljóti að vera betra að nota gamalt dót í nýjar uppfinningar en að henda því. Þegar ég kom að húsinu þeirra einn mánu- dagsmorgun síðasta sumar beið Nói við hliðið eins og venjulega. Hann spurði mig hvort ég væri til í að koma með honum og Gamla-Nóa í óvissuferð. – Hvert eruð þið að fara? spurði ég. – Það veit ég ekki, sagði Nói brosandi. – Veistu það ekki? Hvers vegna eru nágrannarnir óánægðir? Af hverju vill Gamli-Nói ekki henda neinu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=