97 Ævintýri „Einu sinni var karl og kerling í koti sínu og kóngur og drottning í ríki sínu“ Á þennan veg hefjast mörg ævintýri Þótt ævinýri séu fjölbreyttur flokkur hafa þau ýmis sameiginleg sérkenni Þau eru skemmtisögur sem oft hafa flakkað milli landa Við það hafa þau skipt eitthvað um svip eða búning Oft eru nornir eða galdrakarlar í ævintýrum Þar geta líka verið tröll, álög, töfragripir og kynjaverur ýmiss konar Fyrsta sagan í þessum flokki segir frá færilúsarrassinum, kostulegt ævintýri sem lýsir því hvernig menn keppast við að segja kóngi nokkrum lygasögur Þá er sagan um Báráð sem á líf sitt að launa rauðskeggjuðum karli sem móðir hans hittir einn dag úti í skógi Rauðskeggur vill fá Báráð til sín og fjallar sagan um það hvernig Báráði tekst með brögðum að losna hvað eftir annað við karlinn Þá tekur við ævintýrið um Grámann í garðshorni Það er skemmtileg saga um ungan mann sem tekur að sér að hjálpa karli og kerlingu í koti sínu í vandræðum þeirra Hjálp hans er að mestu fólgin í því að stela sauðum og uxum frá kónginum Þetta dregur eðlilega dilk á eftir sér En Grámann er brögðóttur og á í fullu tré við kónginn og menn hans Kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn er ævintýri sem lýsir viðskiptum karls og kerlingar við huldumanninn Kiðhús er býr í hól nálægt kotinu Þeim tekst að hafa ýmislegt út úr Kiðhúsi en ætla sér kannski aðeins um of Sagan af Kolrössu krókríðandi er ævintýri um þrjár karlsdætur sem lenda í klónum á risa nokkrum Það er yngsta dóttirin, Helga, sem sér við risanum, sú sem höfð er útundan í öskustónni Hún vefur íburðarmikinn lygavef sem risinn flækist að lokum í með hyskinu félögum sínum Neyttu meðan á nefinu stendur er fyndið lítið ævintýri um kerlingu sem fer á bak við karl sinn til að geta étið úr smjörtunnu þeirra hjóna Loks er svo sagan um Finnu forvitru þar sem segir af konu sem er gift gegn vilja sínum og eiginmaðurinn er ekki allur þar sem hann er séður
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=